Réttindi erlendis

Námsmenn

Tímabundin dvöl í öðru landi

Flestir þeir sem dvelja tímabundið í öðru landi skipta ekki um lögheimili og halda því tryggingavernd hér á landi. Undantekningar eru t.d. námsmenn sem fara til Norðurlanda.

Námsmaður sem á lögheimili hér á landi og dvelst erlendis við nám er áfram tryggður meðan á námi stendur ef hann er ekki tryggður í almannatryggingum námslandsins. 

Taki námsmaður upp fasta búsetu eða launavinnu í námslandinu ber honum að tilkynna slíkt til Þjóðskrár og fellur hann þá ekki lengur undir íslenska tryggingavernd.

Með námsmanni er átt við einstakling, annan en launþega eða sjálfstætt starfandi einstakling, sem er við nám eða starfsþjálfun sem lýkur með útgáfu vottorðs um menntun sem viðurkennt er af yfirvöldum.

Nám í EES löndum og Sviss (að undanskildum Norðurlöndum)

Námsmenn erlendis, utan Norðurlandanna, geta haldið lögheimili sínu hér á landi meðan á námi stendur og þar með rétti sínum til almannatrygginga. Námsmenn þurfa þó að kynna sér vel reglur þess lands sem farið er til. Námsmenn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á læknishjálp þar ef þörf krefur hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi viðkomandi lands í samræmi við EES reglurnar um almannatryggingar. Til að tryggja sér rétt til aðstoðar ef þörf krefur hjá heilbrigðiskerfi hins opinbera í EES landi þarf að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu. 

Nám á Norðurlöndum

Þeir sem fara í nám til Norðurlandanna flytja lögheimili sitt til þess lands sem farið er til.  Þeir falla undir almannatryggingareglur viðkomandi lands. Aðstoð er veitt samkvæmt reglum í viðkomandi landi og getur verið breytileg milli landa.

Nám utan EES

Námsmenn sem stunda nám í löndum utan EES og fjölskyldur þeirra geta haldið lögheimili sínu hér á landi meðan á námi stendur og haldið rétti sínum til almannatrygginga.

 Síða yfirfarin/breytt  14.08.2017

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica