Réttindi erlendis

Dvöl erlendis í atvinnuskyni

EES reglurnar kveða á um undir hvaða almannatryggingalöggjöf einstaklingur fellur. Ákvörðun löggjafar tekur bæði til réttinda og skyldna skv. þeirri löggjöf sem einstaklingur fellur undir.

Ef starfið er innt af hendi í landi sem ekki er aðili að EES samningnum og enginn milliríkjasamningur hefur verið gerður við, getur einstaklingur sótt um að vera áfram tryggður á Íslandi að uppfylltum nánari skilyrðum.

Vinna í öðru EES landi

Þegar unnið er í öðru EES landi eru það EES reglurnar, rg. ESB 883/2004, sem kveða á um það, undir hvaða almannatryggingalöggjöf einstaklingur fellur. Ákvörðun löggjafar tekur bæði til réttinda og skyldna skv. þeirri löggjöf sem einstaklingur fellur undir.

Unnið í einu landi

Einstaklingur sem vinnur eingöngu í einu EES landi fellur að meginreglu til undir almannatryggingalöggjöf starfslandsins. Það gildir jafnvel þótt hann búi í öðru EES landi.  

Sjómenn sem vinna um borð í skipi sem siglir undir EES fána, falla undir löggjöf fánalands skipsins.

Opinberir starfsmenn

Opinberir starfsmenn sem starfa erlendis falla undir sömu löggjöf og þau stjórnvöld sem þeir starfa fyrir.  Íslenskir embættismenn sem starfa erlendis fyrir íslenska ríkið falla því undir íslenskar almannatryggingar. 

Tryggingastofnun gefur út PD A1 (áður E-101) vegna starfa innan EES til að staðfesta að íslensk almannatryggingalöggjöf eigi við.

Vinna í tveimur eða fleiri löndum til skiptis eða samtímis

Einstaklingur sem vinnur í tveimur eða fleiri löndum til skiptis eða samtímis fellur undir almannatryggingalöggjöf búsetulandsins ef hluti af vinnunni fer fram þar.

Sjómenn

Einstaklingar sem ráðnir eru á skip sem siglir undir fána aðildarríkis fellur að öllu jöfnu undir löggjöf fánalandsins að öðrum skilyrðum uppfylltum. Einnig eru að finna margar aðrar sérreglur er varða sjómenn þó að fánalandsreglan sé hin almenna regla.

Vinna utan EES

Þegar unnið er tímabundið erlendis í landi sem ekki er aðili að EES samningum og milliríkjasamningur um almannatryggingar hefur ekki verið gerður við, getur einstaklingur sótt um að halda almannatryggingaréttindum sínum  hér á landi. Skilyrði eru m.a. að viðkomandi starfi erlendis fyrir aðila sem hafi aðsetur og starfsemi á Íslandi og að tryggingagjald, sbr. lög um tryggingagjald, sé greitt hér á landi af launum hans.

Heimilt er að halda almannatryggingaréttindum hér á landi í allt að eitt ár.  Að loknu fyrsta tímabilinu er heimilt  að framlengja tryggingaskráninguna í allt að fjögur ár til viðbótar, að undangengnu mati, þar sem m.a. verði kannað hvort skilyrði séu áfram uppfyllt.   

Sækja skal um áframhaldandi almannatryggingaréttindi til Tryggingastofnunar eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför af landinu. Sótt er um á eyðublaðinu: Dvöl erlendis í atvinnuskyni.

Síða yfirfarin/breytt 09.11.2012Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica