Réttindi erlendis

Flutningur frá Íslandi

Flutningur frá Íslandi

Allir sem eru búsettir hér á landi teljast tryggðir í almannatryggingum, að uppfylltum öðrum skilyrðum, misjafnt eftir bótaflokkum, nema annað leiði af milliríkjasamningum. Tryggingavernd almannatrygginga á Íslandi fellur því almennt niður við brottflutning.

Sérreglur gilda um lífeyrisþega.

Flutningur til EES lands

Ef flutt er til annars EES lands eða byrjað að vinna í EES landi gilda EES reglurnar um aðgang að tryggingarkerfinu í landinu sem farið er til. Þó er hægt að halda tryggingarvernd á Íslandi ef um tímabundin störf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi.

Greiðslur almannatrygginga eru almennt ekki felldar niður þótt flutt sé til annars EES lands en hafa verður samband við Tryggingastofnun fyrirfram þar sem reglur eru mismunandi eftir bótaflokkum.

Flutningur til lands utan EES

Tryggingavernd almannatrygginga á Íslandi fellur almennt niður við brottflutning til landa sem enginn samningur hefur verið gerður við um almannatryggingar. Þó er hægt að halda tryggingavernd á Ísland ef um tímabundin störf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi.

Greiðslur almannatrygginga falla niður við brottflutning til landa sem enginn samningur hefur verið gerður við um almannatryggingar.

Síða yfirfarin/ breytt 01.02.2016

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica