Framlag vegna menntunar ungmenna

Samkvæmt barnalögum er hægt að úrskurða meðlagsskylt foreldri til að greiða framlag vegna menntunar til ungmenna á aldrinum 18-20 ára. Meðlagsskylda foreldrið heldur þá áfram að greiða meðlag en greiðslan fer til barnsins en ekki foreldris. Sýslumenn um land allt staðfesta samning eða úrskurð um slíkt framlag en TR hefur milligöngu um þessar greiðslur.

Aðeins þarf að sækja um þessar greiðslur einu sinni og haldast þær áfram næstu 2 árin nema beiðni berist TR um annað.

Ef fyrir liggur úrskurður sýslumanns um að meðlagsskylt foreldri þurfi ekki, vegna efnaleysis, að greiða framlag vegna menntunar þá getur ungmennið sótt um barnalífeyri í staðinn.

Heimilt er að greiða framlag vegna menntunar eitt ár aftur í tímann frá því að öll gögn hafa borist. 

Fylgiskjöl með umsókn: 

  • Samningur eða úrskurður sýslumanns um meðlagsskyldu foreldris
  • Skólavottorð með einingafjölda