Greiðslur vegna ungmenna

Ungmenni milli 18 og 20 ára með lögheimili á Íslandi geta átt rétt á greiðslum vegna menntunar. Annars vegar er barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar og hinsvegar framlag vegna menntunar. Framlag vegna náms er framhald á meðlagi en barnalífeyrir getur til dæmis komið til vegna andláts foreldris eða að foreldri er lífeyrisþegi. 

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar   

Helstu skilyrði eru:

  • Foreldri er látið
  • Foreldri er lífeyrisþegi
  • Ungmenni er ófeðrað
  • Efnaleysi foreldris (úrskurður sýslumanns þarf að fylgja)
  • Fullt nám í viðurkenndum skóla

Framlag vegna menntunar

Helstu skilyrði eru:

  • Samningur eða úrskurður sýslumanns um meðlagsskyldu foreldris til ungmennis