Málsmeðferð og kærur

Málsmeðferð   

Þeir sem telja sig eiga rétt á greiðslum frá Tryggingastofnun þurfa að sækja um þær og er það í flestum tilvikum gert á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin hefur útbúið. Umsækjendum er skylt að veita stofnuninni og umboðum hennar allar þær upplýsingar sem þörf er á til að meta hvort hann eigi rétt á greiðslum og hvaða rétt hann eigi.

Að sama skapi er starfsfólki Tryggingastofnunar og umboða skylt að kynna sér til hlítar aðstæður þeirra sem sækja um og eiga rétt á greiðslum frá stofnuninni. Einnig er starfsfólki skylt að upplýsa viðskiptamenn um rétt þeirra samkvæmt lögum um almannatryggingar og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar.

Allar umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og mögulegt er. Greitt er frá og með 1. degi næsta mánaðar eftir að skilað hefur verið inn umsókn ásamt tilheyrandi gögnum.

Kærur

Kærumál vegna afgreiðslu Tryggingastofnunar koma til úrskurðar hjá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Úrskurðarnefnd er sjálfstæð og verður úrskurðum hennar ekki skotið til annarra stjórnvalda. 

Ef viðskiptavinur er ósáttur við afgreiðslu sem hann hefur fengið hjá Tryggingastofnun hefur hann rétt til að leggja fram kæru til úrskurðarnefndar velferðarmála ef ágreiningur varðar grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta eða greiðslna.  Sama á við um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra.  
Kærufrestur er 3 mánuðir frá afgreiðslu stofnunarinnar.
Úrskurðarnefnd velferðarmála er til húsa í  Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu 101 Reykjavík . Opnunartími er kl. 10-12 og 13-15, mánudaga til föstudaga,  


Síða yfirfarin/breytt  08.05.2017


Til baka

Endurhæfing

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica