Mæðra- eða feðralaun

Greiðslur vegna barna til þeirra sem eru á endurhæfingarlífeyri   eru mæðra- eða feðralaun og barnalífeyrir.

Hverjir eiga rétt á mæðra og feðralaunum?

Mæðra- og feðralaun eru greiðslur sem einstæðir foreldrar búsettir á Íslandi geta fengið ef þau hafa á framfæri 2 börn eða fleiri sem eru undir 18 ára.

Fjárhæðir í gildi frá 01. janúar 2019:

 • Með 2 börnum er greitt 9.948 kr. á mánuði eða 119.376 kr.  á ári.
 • Með 3 börnum eða fleiri er greitt 25.864 kr. á mánuði eða 310.376 
  kr. á ári. 

Hvenær falla mæðra-/feðralaun niður?

 • Sambúð með öðrum aðila en foreldri barns hefur varað í eitt ár.
 • Tekin er upp sambúð með foreldri barnanna eða fyrrverandi sambýlisaðila.
 • Sambúðarfólk eignist barn saman, þó að sambúðin hafi ekki varað í eitt ár.
 • Viðtakandi greiðslna gengur í hjónaband.
 • Viðtakandi greiðslna flytur úr landi.
 • Foreldrar hafa sama lögheimili

Hvernig sæki ég um mæðralaun/feðralaun?

Fylgigögn:
 • Skila þarf ljósriti af skilnaðarleyfi/sambúðarslitavottorði, sé um það að ræða, eða ljósriti af úrskurðum meðlags.
 • Ef fólk gerir samkomulag milli sín um meðlag, og það ekki greitt í gegnum TR, þarf meðlagsúrskurð frá sýslumanni.
 • Ef umsækjandi er einstæður vegna andláts maka er sótt um mæðra/feðralaun á sama tíma og dánarbætur og þá án fylgigagna, þ.e. ef börn umsækjanda eru börn hins látna.
 • Staðfesting á forsjárbreytingu þarf að koma inn ef umsækjandi hefur ekki verið áður með forsjá barns.
 • Ef umsækjandi er maki refsifanga og vist hans varað lengur en 3 mánuði þarf staðfestingu fangelsismálayfirvalda á refsivistartíma.
 • Ef umsækjandi á maka sem dvelur í langtímavistun á sjúkrastofnun þarf engum fylgigögnum að skila.

Eru mæðra/feðralaun skattskyld eða tekjutengd?

Mæðra/feðralaun eru skattskyld en ekki tekjutengd.


Síða yfirfarin/breytt 17.01.2019Til baka

Endurhæfing

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica