Fylgigögn með umsókn

Þegar sótt er um endurhæfingarlífeyri þarf að skila inn umsókn en auk þess þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:

  • Læknisvottorð
  • Endurhæfingaráætlun
  • Tekjuáætlun

Eftir aðstæðum umsækjanda þurfa eftirfarandi staðfestingar að fylgja með umsókn:

  • Frá atvinnurekanda um hvenær rétti til veikindalauna lýkur/hafi lokið
  • Frá sjúkra- eða styrktarsjóði stéttarfélaga um hvenær rétti til greiðslna sjúkradagpeninga lýkur/hafi lokið eða staðfestingu á að réttur sé ekki til staðar
  • Frá fæðingarorlofssjóði um hvenær greiðslu fæðingarorlofs/-styrks lýkur/hafi lokið
  • Frá RSK um stöðvun reiknaðs endurgjalds ef umsækjandi er eigin atvinnurekandi eða verktaki
  • Um einingafjölda náms frá skóla ef nám er hluti endurhæfingar
  • Frá atvinnurekanda um starfshlutfall ef hlutastarf/vinnuprófun er liður í endurhæfingu