Barnalífeyrir vegna náms/starfsþjálfunar

Barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar má greiða til ungmennis á aldrinum 18-20 ára sem er búsett á Íslandi ef annað foreldri eða báðir eru látnir, ennfremur ef annað foreldri eða báðir eru lífeyrisþegar.

Hver getur átt rétt á barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar?

 • Sá sem er á aldrinum 18-20 ára sem á lögheimili á Íslandi.
 • Annað foreldri eða báðir eru látnir, ennfremur ef annað foreldri eða báðir eru lífeyrisþegar (örorku-, elli eða endurhæfingar). 
 • Ef meðlagsskylt foreldri fær úrskurð sýslumanns um að vegna efnaleysis sé því ekki gert að greiða meðlag. 

Hver eru skilyrði fyrir greiðslu?

 • Ungmenni þarf að vera í fullu námi í viðurkenndum skóla og að námið hans aðalstarf. 
 • Nám þarf að taka a.m.k. sex mánuði á ári. Fullt nám er um 17 einingar á önn en heimilt er að víkja frá þessu skilyrði ef um er að ræða hægfara nám eða sérstaka erfiðleika nemandans. 
 • Ef ungmenni er að ljúka námi og getur ekki verið í fleiri einingum er heimilt að víkja frá skilyrði um fullt nám.
 • Ef vafi leikur á um framvindu náms er heimilt að fresta greiðslum þar til önninni er lokið. 
 • Ef um er að ræða óreglulegt nám eða námskeið sem jafngildir viðurkenndu námi er námstíminn reiknaður í kennslustundafjölda á almanaksárinu og telst þá sex mánaða nám samsvara 624 kennslustundum. Brot úr mánuði telst heill mánuður. TR getur frestað afgreiðslu þar til sex mánaða námstíma er náð.
 • Ef nemandi er einnig í launuðu starfi skal hann færa sönnur á að starf það sem hann stundar sé utan skólatíma með staðfestingu frá atvinnurekanda.  Mánaðarlegar tekjur nemanda mega þó ekki vera að meðaltali hærri en sem nemur sjöfaldri fjárhæð barnalífeyris á hverjum tíma.  Þá má nemandi ekki eiga eignir í peningum eða verðbréfum yfir þeim viðmiðunarmörkum sem notuð eru hverju sinni varðandi heimild til greiðslu frekari uppbótar á lífeyri. Í dag eru þessi mörk 4 milljónir króna.

Hvernig er sótt um og hve há er fjárhæðin?

 • Sótt er um á  Mínum síðum.   
 • Afgreiðslutími umsókna er allt að  4 vikur eftir að umsókn og öllum fylgigögnum hefur verið skilað inn.
 • Aðeins er ákvarðað fyrir eina önn í einu. Sækja þarf um sérstaklega fyrir hverja önn og skila skólavottorði með námsframvindu síðustu annar ásamt upplýsingum um einingafjölda á yfirstandandi önn. Mikilvægt er að tilgreint sé hvort um hefðbundnar einingar eða Fein-einingar sé að ræða.
 • Barnalífeyrir er frá 1. janúar 2019 kr. 34.362 kr.

Hvaða gögnum þarf að skila inn?

 • Skólavottorði sem sýnir námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn. Mikilvægt er að tilgreint sé hvort um hefðbundnar einingar eða Fein-einingar sé að ræða.
 • Hafi sýslumaður hafnað úrskurði um meðlag vegna efnaleysis eða ef ekki hefur tekist að hafa upp á foreldri þarf sá úrskurður að fylgja með umsókn.
 • Staðfesting frá námsráðgjafa ef nemandi getur ekki stundað fullt nám. 
 • Dánarvottorð ef sótt er um vegna andláts foreldris og hinn látni var ekki búsettur  hér á landi og gögn hafa ekki verið lögð fram áður. 

Hvenær fellur barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar niður?

 • Ef ungmennið hættir námi. 
 • Ef ungmennið flytur úr landi. 
 • Ef ungmennið verður örorkulífeyrisþegi.
 • Ef foreldri er ekki lengur lífeyrisþegi.
 • Ef tekjur eru yfir viðmiðunarmörkum.

Síða yfirfarin/breytt 17.01.2019


Til baka

Endurhæfing

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica