Endurreikningur
Lífeyrir er reiknaður út og greiddur á grundvelli tekjuáætlana. Að lokinni álagningu skattayfirvalda á hverju ári eru bornar saman greiðslur sem lífeyrisþegar fengu við tekjur á staðfestu skattframtali.
Komi í ljós að of lágar greiðslur hafi verið greiddar greiðir TR
viðkomandi það sem upp á vantar. Komi hins vegar í ljós að of háar
greiðslur hafi verið greiddar myndast krafa sem TR innheimtir.
Heimilt er að draga ofgreiðsluna af mánaðarlegum greiðslum. Fyrir þá sem vilja er hægt er að óska eftir að fá réttindi greidd einu sinni á ári eftir að uppgjör hefur farið fram. Með því er hægt að tryggja rétta niðurstöðu þar sem réttindin eru reiknuð út frá rauntekjum úr skattframtali. Ósk um þetta fyrirkomulag þarf að vera skrifleg.
Kærumál
Hægt er að kæra niðurstöðu endurreiknings til úrskurðarnefndar velferðarmála.
TR hefur heimild til að fella niður kröfur að hluta eða öllu leyti ef sérstaklega stendur á og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Umsóknir um niðurfellingar verða að vera skriflegar og vel rökstuddar.
Andmæli
Lífeyrisþegar geta andmælt niðurstöðum endurreiknings og uppgjörs.
Andmæli þurfa að vera rökstudd. Lífeyrisþegar eiga rétt á að kynna sér
skjöl og önnur gögn sem málið varða. Niðurstaða andmæla er kynnt
formlega þegar hún liggur fyrir.
Mælt er fyrir um andmælarétt í IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Síða yfirfarin/breytt 28.09.2016