Áramót

Um áramót birtir TR tekju- og greiðsluáætlun inn á Mínum síðum .

Auðvelt er að panta að fá gögnin á pappír með því að smella á hnapp á forsíðu tr.is sem beinir viðkomandi á sérstakt svæði þar sem einungis þarf að slá inn kennitölu og panta bréfið sent heim eða hringja í þjónustumiðstöðina eða umboð um land allt. 

  • Tillaga að tekjuáætlun er byggð á upplýsingum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra eða þeirri tekjuáætlun sem lífeyrisþegar hafa sjálfir skilað til að tilkynna um breyttar aðstæður. 
  • Lífeyrisþegar bera ábyrgð á að yfirfara tillöguna sem kemur frá Tryggingastofnun og leiðrétta ef þeir telja ástæðu til. Greiðsluáætlun byggir á upplýsingunum sem koma fram í tillögu að tekjuáætlun. Ef lífeyrisþegar breyta tekjuáætlun fá þeir senda nýja greiðsluáætlun sem miðast við nýjar upplýsingar. Hægt er að leiðrétta tekjuáætlun oft á ári.
  • Þeir sem fá greiðsluáætlun senda á pappír er bent á að geyma hana á vísum stað.