Áætlanir, endurreikningur og innheimta

Tekjuáætlun

Skattskyldar tekjur lífeyrisþega ráða fjárhæð lífeyris og tengdra greiðslna. 

Þegar sótt er um lífeyri þarf að skila tekjuáætlun, sem er áætlun umsækjanda um hversu háar tekjur hann muni hafa á árinu.

Á grundvelli þessarar áætlunar eru greiðslur ársins reiknaðar. 

Mikilvægt er að vanda þessa áætlun vegna þess að greiðslur hvers árs eru gerðar upp eftir á þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins liggja fyrir.

Hægt er að skoða gildandi tekjuáætlun og breyta henni ef þarf á Mínum síðum .

Tillaga að tekjuáætlun

Í janúar er lífeyrisþegum sent bréf með tillögu að tekjuáætlun fyrir árið og greiðsluáætlun sem miðast við upplýsingar í tillögunni. 

Tillaga að tekjuáætlun er byggð á fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur liðins árs skv. staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra eða þeirri tekjuáætlun sem lífeyrisþegar hafa sjálfir skilað til að tilkynna um breyttar aðstæður. 

Lífeyrisþegar bera ábyrgð á að yfirfara tillöguna sem kemur frá Tryggingastofnun og leiðrétta ef þeir telja ástæðu til. Hægt er að leiðrétta tekjuáætlun oft á ári.

Tekjuáætlun á vefnum

Rafræn þjónusta Tryggingastofnunar er á Mínum síðum.

Þar er hægt að sjá greiðsluáætlanir, breyta og skila tekjuáætlunum, fá bráðabirgðaútreikning á réttindum og sækja greiðsluseðla.

Við innskráningu þarf að slá inn kennitölu og Íslykil frá Þjóðskrá eða nota rafræn skilríki í síma. 

Greiðsluáætlun

Greiðsluáætlun byggir á upplýsingunum sem koma fram í tillögu að tekjuáætlun. 

Áætlunin sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum. 

 Í upphafi árs fá lífeyrisþegar greiðsluáætlun fyrir árið. Hægt er að skoða þá greiðsluáætlun sem er í gildi á Mínum síðum.

Endurreikningur

Að lokinni álagningu skattayfirvalda á hverju ári eru bornar saman greiðslur sem lífeyrisþegar fengu við tekjur á staðfestu skattframtali. 

Komi í ljós að of lágar bætur hafi verið greiddar (vangreiðsla) greiðir TR viðkomandi það sem upp á vantar. Komi hins vegar í ljós að of háar bætur hafi verið greiddar (ofgreiðsla) myndast krafa sem Tryggingastofnun innheimtir. 

Innheimta

Meginreglan við innheimtu er að ofgreiðsla sé greidd upp á 12 mánuðum frá því að krafa stofnast. 

Upplýsingaskylda

Sú skylda hvílir á umsækjendum að veita Tryggingastofnun réttar og nauðsynlegar upplýsingar um persónulegar aðstæður til þess að hægt sé að taka ákvörðun um rétt til greiðslna, fjárhæð og endurskoðun þeirra.

Síða yfirfarin/breytt 21.10.2016


Til baka

Endurhæfing

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica