Hálfur ellilífeyrir og hálfur lífeyrissjóður

Frá og með 1. janúar 2018 er mögulegt að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Hver eru skilyrðin til að taka hálfan ellilífeyri?

 • Vera 65 ára eða eldri.
 • allir skyldubundir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri.
 • Að samanlögð réttindi frá  öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
 •  Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis. 

Get ég flýtt eða frestað töku hálfs lífeyris?

Meginreglan er að taka ellilífeyris sé við 67 ára aldur. Ef valið er að taka hálfan ellilífeyri fyrr eða seinna koma til sérútreikningar.

Töku flýtt: Getur hafist við 65 ára aldur. Þá kemur til lækkun á þann hluta sem er tekinn og frestaði hlutinn hækkar ef honum er frestað fram yfir 67 ára aldur.

Töku frestað: Hægt er að fresta töku allt til áttræðs. Þá kemur til hækkun á þann hluta sem tekinn er eftir 67 ára aldur og frestaði hlutinn heldur áfram að hækka þar til fullur ellilífeyrir er tekinn. 

Reiknivél lífeyris.

 Hvar finn ég réttindi mín hjá lífeyrissjóðum?

 • Hægt er að fá yfirlit yfir réttindi hjá allflestum skyldubundnum lífeyrissjóðum innanlands á lifeyrisgattin.is.
 • Hægt er að reikna áætlaðar greiðslur frá TR á reiknivél á tr.is
 • Umsækjendur um töku hálfs ellilífeyris þurfa að  kanna rétt hérlendis og erlendis hjá öllum skyldubundnum lífeyrissjóðum sem hann gæti átt rétt í.  

Er hægt að fá heimilisuppbót með hálfum lífeyri?

 • Já. Þeir sem eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót.
 • Með hálfum ellilífeyri greiðist hálf heimilisuppbót.
 • Heimilisuppbót með hálfum ellilífeyri er ekki tekjutengd.
 • Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf að skila inn húsaleigusamningi. 
 • Sækja þarf um heimilisuppbót.

Nánari upplýsingar um heimilisuppbót.

Eru einhver tengd réttindi með töku hálfs ellilífeyris?

Sömu tengdu greiðslur fylgja töku hálfs lífeyris hjá TR og töku fulls lífeyris s.s. barnalífeyrir og uppbót vegna reksturs bifreiðar. 

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um á Mínum síðum

Með umsókn þarf að skila: 

 • Yfirliti frá Lífeyrisgáttinni (lifeyrisgattin.is) yfir alla lífeyrissjóði sem umsækjandi hefur greitt í. 
 • Greiðsluseðlum frá öllum lífeyrissjóðum.

Get ég dregið umsóknina til baka?

Hægt er að draga umsókn um ellilífeyri til baka innan 30 daga eftir að niðurstaða um réttindi hjá TR liggur fyrir.

Þannig getur fólk metið hvort það vill byrja að fá greiðslur frá TR eða njóta frestunar og fá þá hækkun á greiðslur. 

Ef greiðsla hefur átt sér stað þarf að endurgreiða TR að fullu ef umsókn er dregin til baka.

Tilkynnt er um afturköllun umsóknar á Mínum síðum, undir „Umsóknir“.

Hverjar eru tekjutengingar hálfs ellilífeyris?

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs lífeyris því þarf ekki að skila inn tekjuáætlun.  Það gildir um allar skattskyldar tekjur, s.s. atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Má ég vinna samhliða töku hálfs ellilífeyris?

Já, því tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

 Get ég farið af hálfum ellilífeyri á fullan ellilífeyri?

 • Fyrir þá sem hófu töku fulls ellilífeyris fyrir 1. janúar 2018 er það hægt einu sinni á tímabilinu 1. janúar 2018 – 31. desember 2019 svo framarlega sem lífeyrissjóðirnir samþykki töku á hálfum lífeyri og að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrissjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyri hjá TR.
 • Ef farið er af fullum ellilífeyri yfir á hálfan kemur ekki til hækkunar á ellilífeyri vegna frestunar.


Get ég farið af fullum ellilífeyri á hálfan ellilífeyri?

 • Já, það er hægt einu sinni á tímabilinu  1. janúar 2018 – 31. desember 2019 svo framarlega sem lífeyrissjóðirnir samþykki töku á hálfum lífeyri og að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
 • Ef farið er af fullum ellilífeyri yfir á hálfan kemur ekki til hækkunar á ellilífeyri vegna frestunar.

 Síða yfirfarin/breytt 18.01.2019


Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica