Hvernig er sótt um umönnunargreiðslur?

Hægt er að sækja um umönnunargreiðslur af Mínum síðum. Einnig má fylla út eyðublaðið „ Umsókn um umönnunargreiðslur"  og skila því ásamt fylgigögnum í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða til umboða um land allt.

Hverju þarf að skila?

Gögn sem þurfa að berast Tryggingastofnun:

  • Umsókn
  • Læknisvottorð
  • Staðfesting á útlögðum kostnaði vegna meðferða
  • Eftir atvikum greinargerðir félagsráðgjafa, starfsmönnum skóla, skýrslur sálfræðinga og annarra.
  • Tillaga frá sveitarfélögum eða fjölskyldudeildum sveitarfélaga ef um fatlað barn er að ræða

Afgreiðslutími.

  • Afgreiðsla umsókna tekur um átta vikur eftir að öll gögn hafa borist.

Tilkynning um breytingu á högum og aðstæðum.

Framfærendum, sem njóta fjárhagsaðstoðar, er skylt að tilkynna Tryggingastofnun ríkisins um breytingar á högum sem kunna að hafa í för með sér breyttar forsendur fyrir greiðslum.

Síða yfirfarin breytt 11.08.2016
Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica