Hverjir fá aðstoð?

Umönnunargreiðslur er aðstoðarflokkur til foreldra og framfærenda fatlaðra og langveikra barna. Hér er um að ræða fjárhagslega aðstoð til foreldra þegar mikil umönnun og kostnaður er til staðar vegna barna með fötlun og/eða veikindi.

Það eru tilgreint í lögum frá Alþingi hverjir eiga að fá aðstoð og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla til að fá aðstoðina. Þannig er búið að greina á milli þeirra sem eiga að fá sérstaka aðstoð og hinna sem eiga ekki að fá aðstoð.

Það er 4. grein laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 og reglugerð 504/1997 sem segir hverjir fá aðstoð, hvernig hún er metin og hve mikla aðstoð foreldrar eiga að fá.

Markmið.

Markmið aðstoðarinnar er veita foreldrum og framfærendum fatlaðra og langveikra barna aðstoð ef sjúkdómur eða andleg/líkamleg hömlun hefur í för með sér sannanleg tilfinnanleg útgjöld og sérstaka umönnun eða gæslu.

Heimildir til aðstoðar.

 Í 5. grein reglugerðarinnar er tilgreint um heimildir til aðstoðar og þar nánar útfært hvaða skilyrði eru fyrir hendi. Þannig eru settir fram ákveðnir flokkar sem byggjast á erfiðleikum barns (fötlun/sjúkdóm), umönnun, gæslu og þeim útgjöldum sem fallið hafa til vegna barnsins.

Annars vegar er flokkun vegna fatlaðra barna og barna með þroska- og atferlisraskanir (tafla 1) og hins vegar flokkun vegna barna með langvinn veikindi (tafla 2).

Skilgreiningar á fötlunar- og sjúkdómsstigi.

Hér má sjá flokkun umönnunarmats samkvæmt reglugerðinni. Almennt eru veittar umönnunargreiðslur til foreldra fatlaðra barna en ekki vegna barna með vægari erfiðleika.

I. Flokkun vegna umönnunar, gæslu og útgjalda vegna fatlaðra barna og barna með þroska- og atferlisraskanir:

Flokkur 1:  Börn, sem vegna mjög alvarlegrar fötlunar, fjölfötlunar, eru algerlega háð öðrum með hreyfifærni og/eða flestar athafnir daglegs lífs.

Flokkur 2: Börn, sem vegna alvarlegrar fötlunar þurfa aðstoð og nær stöðuga gæslu í daglegu lífi t.d. vegna alvarlegrar eða miðlungs þroskahömlunar, hreyfihömlunar, sem krefst notkunar hjólastóls, verulegrar tengslaskerðingar, einhverfu, heyrnarskerðingar, sem krefst notkunar talmáls/varalesturs, og blindu.

Flokkur 3:  Börn, sem vegna fötlunar þurfa aðstoð og gæslu í daglegu lífi t.d. vegna vægrar þroskahömlunar, hreyfihömlunar, sem krefst notkunar spelka og/eða hækja við ferli, heyrnarskerðingar, sem krefst notkunar heyrnartækja í bæði eyru, og verulegrar sjónskerðingar á báðum augum.

Flokkur 4: Börn með alvarlegar þroskaraskanir og/eða atferlisraskanir, sem jafna má við fötlun eða geðræna sjúkdóma og krefjast þjálfunar og eftirlits sérfræðinga og aðstoðar í skóla og á heimili og meðal jafnaldra.

Flokkur 5: Börn með vægari þroskaraskanir og/eða atferlisraskanir, sem þurfa aðstoð, þjálfun og eftirlit sérfræðinga.

II. Flokkun vegna umönnunar, gæslu og útgjalda vegna langveikra barna:

Flokkur 1: Börn, sem þurfa langvarandi vistun á sjúkrahúsi eða hjúkrun í heimahúsi og yfirsetu foreldris vegna alvarlegra og langvarandi sjúkdóma, t.d. börn með illkynja sjúkdóma.

Flokkur 2: Börn, sem þurfa tíðar sjúkrahússinnlagnir og meðferð í heimahúsi vegna alvarlegra og langvarandi sjúkdóma, t.d. alvarlegra nýrna-, lungna- eða lifrarsjúkdóma, sem krefjast ónæmisbælandi meðferðar, og alvarlegra hjartasjúkdóma.

Flokkur 3: Börn, sem þurfa innlagnir á sjúkrahús og meðferð í heimahúsi vegna alvarlegra og langvarandi sjúkdóma, t.d. börn með alvarlega bæklunarsjúkdóma, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma og geðsjúkdóma.

Flokkur 4: Börn, sem þurfa fyrst og fremst meðferð í heimahúsi og aðstoð vegna hjálpartækja, t.d. börn með bæklunarsjúkdóma, sem koma til aðgerða á nokkrum árum, börn með stómapoka, þvagleggi, eða sem þurfa reglulegar lyfjagjafir í sprautuformi.

Flokkur 5: Börn, sem þurfa reglulegar lyfjagjafir um munn, nef og húð og eftirlit sérfræðinga, t.d. börn með astma, exem eða ofnæmi.Síða yfirfarin/breytt 20.09.2017

 

 

  .

 

 

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica