Hve mikil er aðstoðin?

Umönnunargreiðslur er mánaðarleg greiðsla til foreldra. Það eru ekki greiddir skattar af umönnunargreiðslum.

Þegar umönnunarmat er gert á að meta hvert barn  í ákveðinn flokk umönnunar-greiðslna og ákveðið greiðslustig (sjá 5. gr. reglugerðar). Þannig kemur fram hvaða aðstoð foreldrar geta fengið í formi umönnunargreiðslna.

Taflan sýnir þær upphæðir sem gilda frá 1. janúar 2019. Þarna má sjá hve mikil aðstoð er greidd foreldrum/forráðamönnum mánaðarlega.

Tafla - Upphæðir í gildi frá 1. janúar 2019

Flokkur 1 (kr/mán.)  100%

185.926 kr.

50%
92.963 kr.
25%

46.482 kr.

  Flokkur 2 (kr/mán.)  85%
158.037 kr. 
 43%
79.948 kr. 
25%

46.482 kr.

  Flokkur 3 (kr/mán.)  70%
130.148 kr. 
 35%
65.074 kr. 
25%
46.482 kr.
  Flokkur 4 (kr/mán.)  0  0 25%
46.482 kr.
  Flokkur 5 (kr/mán.)    0     0    0

Til útskýringar er hægt að setja fram dæmi um þá upphæð sem foreldrar/forráðamenn fá í umönnunargreiðslur. Athuga verður að hér eru sett fram nokkur dæmi sem taka verður með fyrirvara. Bæði eru erfiðleikar barna og aðstæður fjölskyldna mjög ólíkar og eins getur umönnun, gæsla og staðfesting á útlögðum kostnaði kallað fram ólíkar niðurstöður á umönnunarmati og umönnunargreiðslum. 

Dæmi um barn með dæmigerða einhverfu og væga þroskahömlun.
Ef börnin þurfa mikla umönnun, gæslu og staðfestur umtalsverður kostnaður vegna fötlunar getur umönnunarmat verðið samkvæmt 2. flokk og 43% greiðslur (sjá upphæð hér að ofan).

Dæmi um barn sem er með fjölfötlun.
Barn sem er í hjólastól, hefur mikla þroskahömlun og þarf algjöra yfirsetu og auk þess mikil kostnaður til staðar. Umönnunarmat í slíku tilviki getur verið samkvæmt 1. flokk og 100% greiðslur (sjá upphæð hér að ofan). Fari barnið í vistun utan heimilis sem er níu sólarhringar eða meira munu umönnunargreiðslur skerðast.

Dæmi um barn sem er með krabbamein.
Barn er í umfangsmikilli meðferð og dvelur mikið á sjúkrahúsi. Umönnunarmat í slíku tilviki getur verið samkvæmt 1. flokk 100%. Ef barn er með krabbamein er á kröftugri lyfjameðferð en ekki langvarandi innlagnir getur umönnunarmat verið 2. flokk 85%. 

Dæmi um barn sem er með ofvirkni, athyglisbrest og mótþróa-þrjóskuröskun.

Umönnunarmat í slíku tilviki getur verið samkvæmt 5. flokk 0%. Þetta þýðir mat samkvæmt 5. flokk og engar umönnunargreiðslur greiddar.

Hvenær skerðast umönnunargreiðslur?
Í sumum tilvikum getur verð að umönnunargreiðslur skerðist.

  • Umönnunargreiðslur má ekki greiða úr landi og því falla umönnunargreiðslur niður ef foreldrar/barn flytja erlendis (sjá lög um félagslega aðstoð).
  • Umönnunargreiðslur falla niður ef barn er í vistun utan heimilis, t.d. þegar þau fara í fóstur eða aðra sambærilega vistun.
  • Umönnunargreiðslur geta verið skertar ef barn fer í skammtímavistun eða til stuðningsfjölskyldu sem er umfram átta sólarhringar.
  • Þá getur verið að umönnunargreiðslur falli alveg niður ef foreldrar leggja ekki fram staðfestingu á tilfinnanlegum útlögðum kostnaði vegna meðferðar barnsins (sýna hvernig aðstoð er varið í barnið).  

 

Síða yfirfarin/breytt 21.12.2018

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica