Bifreiðakaup vegna hreyfihamlaðra barna

Hreyfihömlun

Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að komast ferða sinna. Þar er fyrst og fremst um að ræða:

  • Lömun eða skertan hreyfanleika í ganglimum af völdum sjúkdóms eða fötlunar.
  • Mæði vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma.
  • Annað sambærilegt.

Blindir geta átt rétt á uppbót vegna reksturs bifreiða og vegna kaupa á bifreið.

Uppbót vegna kaupa á bifreið

Heimilt að veita uppbót til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem nýtur umönnunargreiðslna. 

Að jafnaði skal ekki veittur styrkur vegna fatlaðra barna yngri en tíu ára. Í sérstökum tilfellum er heimilt að veita styrk vegna mikið fatlaðra barna yngri en tíu ára ef barnið þarf sannarlega sambærilega bifreið og fullorðinn einstaklingur í sambærilegri aðstöðu. Í þeim tilvikum skal m.a. horft sérstaklega til eðlis fötlunar barnsins, hvort að það sé óvenju hávaxið og/eða þungt miðað við aldur og hvort að barnið er óvenju háð fyrirferðarmiklum hjálpartækjum á meðan að það er í bifreiðinni.

Styrkur vegna kaupa á bifreið

Heimilt er að veita styrk að fjárhæð 1.440.000 kr. til að kaupa bifreið sem nauðsynleg er vegna þess að líkamsstarfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta. Þá er heimilt að veita styrk til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem njóta umönnunargreiðslna samkvæmt nánari skilyrðum:

  • Umsækjandi þarf að vera hreyfihamlaður, nota hjólastól og/eða notar tvær hækjur að staðaldri.
  • Umsækjandi þarf að vera sjúkratryggður hér á landi.

Niðurfelling bifreiðagjalda

Tryggingastofnun staðfestir rétt lífeyrisþega á niðurfellingu eða leiðréttingu bifreiðagjalda. Umsækjandi sækir um með eyðublaðinu „Umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda" og þarf að undirrita hana. Einnig fyllir tengiliður TR út hluta eyðublaðsins.
Umsóknin verður því næst send ríkisskattstjóra sem sér um niðurfellingu eða leiðréttingu bifreiðagjalda.

Eftirfarandi bifreiðir skulu undanþegnar bifreiðagjaldi:

  • Bifreiðir í eigu þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri, uppbót vegna reksturs bifreiðar eða umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá Tryggingastofnun ríkisins.  Sama rétt eiga foreldrar langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis ef réttur til umönnunargreiðslna héldist óskertur væri barnið heima.

Lög um bifreiðagjald 39/1988  4. grein

 Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica