Hvernig er sótt um meðlag?

Einungis er  tekið á móti umsóknum um meðlag, bráðabirgðameðlag og sérstakt framlag af Mínum síðum

Með umsókninni þarf að skila afriti af meðlagsákvörðun eða dómi um meðlagsgreiðslur.

Ef um viðbótargreiðslur er að ræða þarf að framvísa úrskurði sýslumanns um sérstök framlög.

Vegna bráðabirgðameðlags þarf að framvísa staðfestingu sýslumanns um að faðernismál sé hafið eða staðfestingu lögmanns ef máli hefur verið vísað frá sýslumanni og viðkomandi þarf að fara með málið fyrir dómstóla .  

Vegna umsóknar getur foreldri snúið sér til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar Laugavegi 114 eða umboða utan Reykjavíkur.

Upphaf greiðslna.

Heimilt er að greiða meðlag eitt ár aftur í tímann ef meðlagsákvörðun er ekki eldri en tveggja mánaða frá því að umsókn er lögð inn. Ef meðlagsákvörðun er eldri en tveggja mánaða er greitt frá umsóknarmánuði.

Umsóknarferli og afgreiðslutími.

Miðað við að öll gögn hafi borist er afgreiðslutími meðlags allt að fjórar vikur.

Gögn sem þurfa að hafa borist Tryggingastofnun:

  • Umsókn
  • Afriti af meðlagsákvörðun eða dómi um meðlagsgreiðslur.

Síða yfirfarin/breytt  05.01.2018

 

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica