Hverjir fá meðlag?

Foreldri barns sem búsett er hér á landi, getur óskað eftir að Tryggingastofnun hafi milligöngu um greiðslu meðlags með barni sínu eftir að lögformleg meðlagsákvörðun liggur fyrir. Skilyrði er að barnið sé búsett hjá viðkomandi foreldri.

Ef barn er ófeðrað er heimilt að greiða meðlag til bráðabirgða á meðan unnið er að faðerni þess. Staðfesting sýslumanns eða lögmanns þarf að liggja fyrir um að málarekstur sé í gangi. Greiðslur eru síðan gerðar upp þegar fyrir liggur lögformleg meðlagsákvörðun.

Lögformleg meðlagsákvörðun getur verið:

 • Staðfestur samningur eða úrskurður útgefinn af sýslumanni.
 • Dómur eða dómssátt.
 • Erlendur meðlagssamningur.

Skilyrði fyrir greiðslu meðlags er að móttakandi meðlags og barnið búi hér á landi.

Hvenær falla meðlagsgreiðslur niður?

 • 18 ára aldur barns.
 • Breytingu á meðlagsskyldu foreldris þegar staðfestar upplýsingar liggja fyrir um það.
 • Að barn giftist.
 • Við flutning móttakanda meðlags og/eða barns úr landi.
 • Beiðni móttakanda meðlags um stöðvun greiðslna.
 • Andlát móttakanda meðlags.
 • Andlát barns.
 • Andlát meðlagsgreiðanda. Heimilt er að greiða barnalífeyri í stað meðlags við andlát foreldris.
 • Ef barn flytur af heimili móttakanda meðlags eða er af öðrum ástæðum ekki lengur á framfæri hans.
 • Ef barn og meðlagsgreiðandi eru með sameiginlegt lögheimili.
 • Ef móttakandi meðlags og meðlagsgreiðandi ganga í hjúskap, hefja sambúð eða eru skráð með sama lögheimili.

Móttakanda meðlags ber að upplýsa TR ef breyting verður á högum hans eða barnsins og greiðslur eiga að stöðvast.

Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica