Meðlag

Meðlag greiðist að öllu jöfnu þar til barn nær 18 ára aldri. Við 18 ára aldur barns getur barnið sótt um framlag vegna menntunar.

Meðlag telst ekki til bóta almannatrygginga. Innheimtustofnun sveitafélaga sér um að innheimta greiðslur hjá meðlagsskyldu foreldri og endurgreiðir Tryggingastofnun.

Bráðabirgðameðlag

Tryggingastofnun er heimilt að greiða bráðabirgðameðlag meðan aflað er faðernisviðurkenningar hjá lýstum barnsföður.  Með umsókn þarf að fylgja staðfesting frá sýslumanni um að hann hafi veitt viðtöku ósk móður um öflun faðernisviðurkenningar eða staðfesting um að faðernismál hafi verið höfðað fyrir dómi.

Sérstakt framlag

Hægt er að sækja um viðbótargreiðslur vegna sérstakra útgjalda svo sem vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni. 

Ef foreldri hefur fengið ákvörðun sýslumanns um greiðslu sérstaks framlags úr hendi hins foreldrisins þá er hægt að sækja um milligöngu þeirra greiðslna hjá Tryggingastofnun. 

Aðrar greiðslur

Sýslumaður getur einnig úrskurðað að föður barns beri að greiða móður þess framfærslueyri í þrjá mánuði í kringum fæðingu barnsins ef sérstaklega stendur á. Veikist móðirin vegna meðgöngu eða fæðingar má úrskurða að föður beri að greiða framfærslueyri í allt að níu mánuði.

Greiðsla meðlags við flutning til landsins

Flytji umsækjandi meðlags til Íslands þarf hann að leggja fram með umsókn sinni staðfestingu um greiðslur í fyrra búsetulandi ásamt meðlagssamningi sem þær greiðslur byggðust á. 

Frumrit úrskurðar/samnings þarf að fylgja með umsókn.

Greiðsla meðlags við flutning frá Íslandi.

Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica