Reglur um greiðslu barnalífeyris

 

Reglur

um greiðslu barnalífeyris skv. 3. mgr. 14. gr. almannatryggingalaga nr. 117/1993

 

1. gr.

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að fenginni umsókn að greiða ellilífeyrisþega barnalífeyri með börnum hans yngri en 18 ára.

2. gr.

Heimild til greiðslu barnalífeyris með barni ellilífeyrisþega er bundin því skilyrði að viðkomandi njóti lífeyris skv. 11. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

3. gr.

Ákvæði 2. gr. eiga þó ekki við þegar lífeyrir hefur fallið niður vegna sjúkrahúsvistar eða dvalar á stofnun. 

4.   gr.

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að krefjast gagn sem sýna fram á tekju umsækjanda, sbr. þó 5. gr.

5. gr.

Hafi ellilífeyrisþegi notið greiðslna örorkulífeyris þegar hann varð 67 ára skal greiða honum barnalífeyri óháð tekjum.

Greiðslur vegna einstaklinga sem sæta gæsluvist eða afplána fangelsisrefsingu

6. gr.

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að fenginni umsókn að greiða maka einstaklings sem sætir gæsluvist eða afplánar fangelsisrefsingu barnalífeyri með börnum hans yngri en 18 ára. Sama gildir um sambúðarfólk, sbr. 44. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

7. gr.

Skilyrði greiðslna skv. 6. gr. er að vistin hafi varað a.m.k. þrjá mánuði samfellt og er Tryggingastofnun heimilt að krefjast gagna þar um.

8. gr.

Upphaf greiðslna miðast við byrjun næsta mánaðar eftir að gæsluvist eða afplánun hefst. Greiðslur skulu í upphafi aðeins ákvarðaðar til helmings þess tíma sem kveðið er á um í dómi en skulu eftir atvikum framlengjast þar til afplánun lýkur.

9. gr.

Reglur þessar eru staðfestar af tryggingaráði þann 3. desember 1999 og taka þegar gildi.


Barnafjölskyldur