Framlag vegna menntunar ungmenna

Hvað er framlag vegna menntunar ungmenna og hver eru skilyrði?

Samkvæmt barnalögum er hægt að úrskurða meðlagsskylt foreldri til að inna af hendi framlag vegna menntunar til ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára. Sýslumenn um land allt staðfesta samning eða úrskurða um slíkt framlag. Eftir að úrskurður/samningur hefur verið gefinn út getur ungmennið sótt um að Tryggingastofnun hafi milligöngu um þessar greiðslur.

Fjárhæð framlags vegna menntunar ungmenna er sú sama og barnalífeyris frá 1. janúar 2019 kr. 34.362.

Hvert er upphaf greiðslna?

Heimilt er að greiða framlag vegna menntunar  eitt ár aftur í tímann ef ákvörðun um framlag vegna menntunar er ekki eldri en tveggja mánaða frá því að umsókn er lögð inn. Ef ákvörðun um framlag vegna menntunar  er eldri en tveggja mánaða er greitt frá umsóknarmánuði.

Hvernig er sótt um framlagið?

Sótt er um á vef Tryggingastofnunar tr.is, Mínum síðum

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Afrit af úrskurði /samningi.
  • Skólavottorð sem staðfestir að umsækjandi stundi nám.

Hve langur er afgreiðslutími umsóknar?

Afgreiðslutími umsókna er allt að  4 vikur eftir að umsókn og öllum fylgigögnum hefur verið skilað inn.

Síða yfirfarin/breytt 17.01.2019


Barnafjölskyldur