Greiðslur vegna ungmenna

Ungmenni milli 18 og 20 ára geta átt rétt á greiðslum vegna menntunar. Um er að ræða:

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar   

Helstu skilyrði eru:

  • Foreldri er látið
  • Foreldri er lífeyrisþegi
  • Ungmenni er ófeðrað
  • Efnaleysi foreldris (úrskurður sýslumanns þarf að fylgja)
  • Lögheimili á Íslandi

Framlag vegna menntunar

Helstu skilyrði eru:

  • Samningur eða úrskurður sýslumanns um meðlagsskyldu foreldris til ungmennis
  • Lögheimili á Íslandi

Ef fyrir liggur úrskurður sýslumanns um að meðlagsskylt foreldri þurfi ekki, vegna efnaleysis, að greiða framlag vegna menntunar þá getur ungmennið sótt um barnalífeyri

Samkvæmt barnalögum er hægt að úrskurða meðlagsskylt foreldri til að inna af hendi framlag vegna menntunar til ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára.

 Sækja þarf um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar á Mínum síðum . 

Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica