Umsókn um foreldragreiðslur

Sótt er um með eyðublaðinu Umsókn um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna".

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

  • Vottorð sérfræðings sem veitir barninu þjónustu þar sem fram kemur greining, meðferð, umönnunarþörf barns og aðstæður.
  • Staðfesting sjúkra- eða styrktarsjóðs um að það hafi nýtt sér réttindi sín þar.
  • Tekjuáætlun

Foreldrar á vinnumarkaði þurfa auk þess að skila:

Staðfestingu vinnuveitanda um að foreldri hafi lagt niður störf og fullar launagreiðslur hafi fallið niður. Jafnframt staðfestingu um starfstímabil og starfshlutfall.

Námsmenn þurfa að skila:

Vottorði frá skóla um að foreldri hafi gert hlé á námi og vottorði um fyrri námsvist

Endurnýjun foreldragreiðslna:

Við endurnýjun foreldragreiðslna þurfa foreldrar að senda inn nýja umsókn. Með umsókn þarf að fylgja vottorð sérfræðings sem veitir barninu þjónustu þar sem fram kemur greining, meðferð, umönnunarþörf barns og aðstæður.

Síða yfirfarin/ breytt 27.08.2012

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica