Tilhögun grunngreiðslna

 • Heimilt er að greiða grunngreiðslur til allt að 18 ára aldri barns.
 • Greiðslur til foreldra utan vinnumarkaðar reiknast frá og með þeim degi er fjórtán virkir dagar eru liðnir frá því að barn greindist.
 • Grunngreiðslur til foreldris á vinnumarkaði eða námsmanna reiknast frá og með þeim degi er tekjutengdar greiðslur eða greiðslur til námsmanna falla niður hafi foreldri átt rétt á þeim.
 • Foreldragreiðslur eru sameiginlegur réttur foreldra langveikra eða fatlaðra barna. Foreldrar ráða hvernig þeir skipta réttinum milli sín enda fullnægi báðir skilyrðum laganna en eiga ekki rétt á greiðslum á sama tíma fyrir sama tímabil.
 • Undantekning er þegar barn nýtur líknandi meðferðar.  
 • Andist langveikt eða alvarlega fatlað barn er heimilt að halda grunngreiðslum sem foreldri hefði ella átt rétt á áfram í allt að þrjá mánuði frá andláti barns.
 • Heimilt er að halda grunngreiðslum sem foreldri hefði ella átt rétt á áfram í allt að þrjá mánuði þegar barn nær bata eftir langvarandi veikindi sem staðið hafa yfir meira en tvö ár.
 • Endurmat á réttindum foreldra til grunngreiðslna skal fara fram reglulega, ekki sjaldnar en árlega.

Frádráttur vegna tekna og annarra greiðslna

Ef samanlagðar grunngreiðslur og tekjur eða aðrar greiðslur til foreldris eru hærri en sem nemur grunngreiðslum að viðbættu frítekjumarki skerðast grunngreiðslur um helming þeirra tekna sem umfram eru.  Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem foreldri hefur haft á þeim tíma er það nýtur grunngreiðslna.

Með öðrum greiðslum er m.a. átt við lífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum, séreignarsjóðum og fjármagnstekjur en ekki umönnunargreiðslur.

Greiðslur vegna framfærsluskyldu gagnvart börnum

Foreldri sem á rétt á grunngreiðslum og hefur framfærsluskyldu gagnvart börnum yngri en 18 ára á rétt á sérstökum barnagreiðslum með hverju barni frá upphafi tímabils

Einstætt foreldri sem á rétt á grunngreiðslum og á tvö börn eða fleiri undir 18 ára fær sérstakar viðbótargreiðslur í hverjum mánuði.

Með umsókn þarf að fylgja:

 • Vottorð sérfræðings sem veitir barninu þjónustu þar sem fram kemur greining, meðferð, umönnunarþörf barns og aðstæður.
 • Staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að réttindum frá fæðingarorlofssjóði sé lokið (ef við á)
 • Staðfesting um mætingar barnsins á leikskóla/skóla (ef við á)
Síða yfirfarin/ breytt 14. 09. 2011
Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica