Greiðslur til foreldra á vinnumarkaði

Foreldri á vinnumarkaði getur átt rétt á launatengdum greiðslum, í allt að 6 mánuði, ef störf eru lögð niður vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barns.

Skilyrði fyrir greiðslum:

  • Að barn hafi greinst eftir 1. október 2007 með sjúkdóm/fötlun  skv. 26. og 27. gr. laga nr. 22/2006 með síðari breytingum. Greinist barn aftur, eftir 1. okt. 2007, með alvarlegan eða langvinnan sjúkdóm eftir að hafa náð bata geta foreldrar átt rétt á greiðslum.
  • Að foreldri hafi verið samfellt í a.m.k. 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði og lagt niður störf lengur en 14 daga samtals vegna veikinda eða fötlunar barns.
    Starfshlutfall þarf að hafa verið a.m.k. 25% í hverjum mánuði. Starfshlutfall sjálfstætt starfandi einstaklings miðast við greiðslu tryggingagjalds.
  • Að foreldri hafi fullnýtt rétt sinn til launa vegna veikinda barns frá atvinnurekanda og sjúkrasjóði stéttarfélags.
  • Að foreldri fari með forsjá barns eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldrinu þegar barn greindist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun. Forsjárlaust foreldri getur átt rétt til greiðslna liggi fyrir samþykki forsjárforeldris fyrir því að forsjárlausa foreldrið annist barnið þann tíma sem greiðslur standa yfir. Maki, sambúðarmaki eða samvistarmaki foreldris sem fer með forsjána getur átt rétt til greiðslna liggi fyrir samþykki beggja kynforeldra barns enda hafi hjónaband, skráð sambúð eða samvist staðið yfir lengur en eitt ár. Í tilvikum þegar annars kynforeldra nýtur sannanlega ekki við er samþykki þess foreldris sem fer með forsjána nægjanlegt.
  • Að foreldri og barn eigi lögheimili hér á landi þann tíma sem greiðslur eru inntar af hendi.
Síða yfirfarin/ breytt 14. 09. 2011

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica