Tilhögun greiðslna til foreldra í námi

 • Greiðslurnar eru inntar af hendi frá og  með þeim degi er 14 virkir dagar eru liðnir frá því að barn greindist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun.
 • Greiðslurnar eru inntar af hendi eftir á þegar önn viðkomandi skóla er lokið og staðfest að foreldri hafi gert hlé á námi
 • Greiðslurnar geta varað í allt að þrjá mánuði.
 • Um sameiginlegan rétt er að ræða og geta foreldrar skipt réttinum milli sín enda fullnægi báðir skilyrðum laganna. Ekki er til staðar réttur á greiðslum á sama tíma fyrir sama tímabil.
 • Undantekning er þegar barn nýtur líknandi meðferðar.
 • Andist langveikt eða alvarlega fatlað barn er heimilt að halda greiðslum í allt að einn mánuð frá andláti barns enda hafi það tímabil áður verið samþykkt.

Frádráttur vegna tekna og annarra greiðslna

Greiðslur frá öðrum aðilum til foreldris fyrir sama tímabil skulu koma til frádráttar greiðslum.  Umönnunargreiðslur koma þó ekki til frádráttar.

Með umsókn þarf að fylgja:

 • Vottorð sérfræðings sem veitir barninu þjónustu þar sem fram kemur greining, meðferð, umönnunarþörf barns og aðstæður.
 • Staðfesting frá skóla um í hve miklu námi umsækjandi hefur verið og í hve langan tíma á síðustu 12 mánuðum.
 • Staðfesting frá skóla um að foreldri hafi gert hlé á námi.
 • Staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að réttindum frá fæðingarorlofssjóði sé lokið (ef við á).
 • Staðfesting um mætingar barnsins á leikskóla/skóla (ef við á)
Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica