Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Foreldragreiðslur eru greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem þurfa að leggja niður störf vegna veikinda eða fötlunar barna sinna eða geta hvorki stundað nám né verið á vinnumarkaði vegna veikinda eða fötlunar barna sinna. Um sameiginlegan rétt foreldra er að ræða.

Foreldragreiðslur eru veittar skv. lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna nr. 22/2006, með síðari breytingum. 

Sótt er um á eyðublaðinu Umsókn um foreldragreiðslur

Um er að ræða þrjár tegundir greiðslna:

  1. Greiðslur til foreldra sem eru á vinnumarkaði
  2. Greiðslur til foreldra í námi
  3. Almenn fjárhagsaðstoð/ Grunngreiðslur

Greiðslur sem fara með foreldragreiðslum:

Greiðslur sem ekki fara saman með foreldragreiðslum:

  • Atvinnuleysisbætur
  • Greiðslur í fæðingarorlofi vegna sama barns
  • Lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar
  • Greiðslur frá sjúkrasjóðum stéttarfélaganna
Síða yfirfarin/ breytt 02.02.2016

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica