Eyðublöð

Barnafjölskyldur

 • Umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda

  Bifreiðir sem eru undanþegnar bifreiðagjaldi verða m.a. að vera í eigu þeirra sem fá umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá TR. Sama rétt eiga foreldrar langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis ef réttur til umönnunargreiðslna héldist óskertur væri barnið heima.

 • Umsókn um umönnunargreiðslur

  Umsókn er á Mínum síðum. Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra.

 • Umsókn um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri

  Hægt er að sækja um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri af Mínum síðum. Mæðra-/feðralaun er heimilt að greiða einstæðum foreldrum sem eru búsett á Íslandi og hafa á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.

 • Umsókn um foreldragreiðslur

  Umsókn er á Mínum síðum. Umsókn um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna skv. lögum nr. 22/2006

 • Tilkynning um breytta hjúskaparstöðu, flutning milli landa eða breyting á búsetu barns


Barnafjölskyldur