Hverjir fá barnalífeyri?

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.

Greiðsla barnalífeyris er háð því að annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft hafi búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram.

Séu báðir foreldrar látnir eða eru lífeyrisþegar skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir.

Sömu réttarstöðu hafa stjúpbörn og kjörbörn þegar eins stendur á. Þó skal ekki greiddur barnalífeyrir vegna fráfalls eða örorku stjúpforeldris ef barnið á framfærsluskylt foreldri á lífi.

TR greiðir barnalífeyri þegar skilríki liggja fyrir um að barn verði ekki feðrað.

Barnalífeyrir er greiddur ef barn er getið með tæknifrjóvgun. Staðfesting frá viðeigandi stofnun þarf að fylgja með umsókn.

Tryggingastofnun getur ákveðið að greiða barnalífeyri með barni foreldris sem sætir gæsluvist eða afplánar fangelsi, ef vistin hefur varað að minnsta kosti þrjá mánuði.

Barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna ef þau eru á framfæri þeirra, eða þeim öðrum er annast framfærslu þeirra að fullu.

Ekki er greiddur barnalífeyrir vegna þeirra barna er njóta örorkulífeyris.

Ef foreldri er metið til 50-74% örorku er greidd viðbót við örorkustyrk vegna barna, sem er 75% af fjárhæð barnalífeyris.


Síða yfirfarin/breytt 07.02.2017

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica