Barnalífeyrir

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.

Einnig geta einstæðir foreldrar sótt um barnalífeyri í stað meðlags ef ekki er hægt að feðra barn (getur t.d. átt við um tæknifrjóvgun). 

Frekari skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru að annað hvort foreldra barnsins eða það sjálft hafi búið á Íslandi í a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram (Undantekning EES land).

Sömu réttarstöðu njóta stjúpbörn og kjörbörn ef þau eiga ekki framfærsluskylt foreldri á lífi.

Barnalífeyrir er greiddur foreldrum barnanna sem hafa þau á framfæri eða öðrum sem annast framfærslu þeirra að fullu.

Heimilt er að greiða tvöfaldan barnalífeyri ef réttur er til staðar vegna beggja foreldra

Viðbót við örorkustyrk:
Ef annað hvort foreldra nýtur örorkustyrks er heimilt að greiða viðbót við örorkustyrk sem er 75% af barnalífeyri

Sjá nánar um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar.


 

Síða yfirfarin/breytt 25.03.2014

Til baka

Barnafjölskyldur

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica