Líffæragjafi í námi

Skilyrði fyrir greiðslum.

 • Að líffæragjafi hafi verið í 75-100% námi í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum áður en hann gerði hlé á námi vegna líffæragjafar.
  Undanþágu má veita ef umsækjandi:
  - Var í samfelldu starfi í 6 mánuði áður en nám hófst
  - Hefur lokið einnar annar námi og verið í vinnu frá því að námi lauk, nám vinna a.m.k. 6 mánuðir.
 • Að líffæragjafi eigi lögheimili hér á landi þegar hann gerir hlé á námi sínu vegna líffæragjafar og á því tímabili sem greitt er fyrir
  Undanþágu má veita ef umsækjandi hefur flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms enda hafi hann átt lögheimili hér á landi í a.m.k. fimm ár fyrir flutning

 Tilhögun greiðslna.

 • Greiðslur reiknast frá þeim degi sem líffæragjafi gerir hlé á námi vegna líffæragjafar
 • Greitt er eftir á fyrir undanfarandi mánuð, eða hluta úr mánuði, fyrsta virka dag mánaðar.
 • Greiðslur frá öðrum aðila fyrir sama tímabil koma til frádráttar greiðslum 

Með umsókn líffæragjafa í námi þarf að fylgja:

 • Vottorð sérfræðings sem annast líffæragjöfina þar sem fram kemur tímabil sem líffæragjafi þarf að gera hlé á námi.
 • Staðfesting frá skóla á að líffæragjafi hafi gert hlé á námi
 • Staðfesting frá skóla á fyrri skólavist líffæragjafa
 • Tekjuáætlun
Síða yfirfarin/breytt 29.12.2015Til baka

Almenn réttindi

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica