Líffæragjafi á vinnumarkaði

Skilyrði fyrir greiðslum:

 •  Að líffæragjafi hafi verið á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 6 mánuði samfellt áður en hann verður óvinnufær vegna líffæragjafar. Starfshlutfall þarf að vera a.m.k. 25% í hverjum mánuði. Starfshlutfall sjálfstætt starfandi einstaklings miðast við skil á tryggingagjaldi.
 •  Að líffæragjafi eigi lögheimili hér á landi þegar hann verður óvinnufær vegna líffæragjafar sem og þann tíma sem greiðslur eru inntar af hendi.

Til þátttöku á vinnumarkaði telst enn fremur:

 1. Orlof eða leyfi samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi þótt ólaunað sé að hluta eða öllu leyti, sbr. þó 2. mgr. 29. gr.,
 2. Sá tími sem líffæragjafi fær greiddar atvinnuleysisbætur, er á biðtíma eftir slíkum bótum eða hefði átt rétt á þeim hefði líffæragjafi skráð sig án atvinnu samkvæmt gildandi lögum um atvinnuleysistryggingar,
 3. Sá tími sem líffæragjafi fær greidda sjúkra- eða slysadagpeninga, er á biðtíma eftir dagpeningum eða hefði átt rétt á þeim hefði hann sótt um þá til sjúkrastofnunar samkvæmt gildandi lögum um sjúkratryggingar, eða fær greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags enda hafi hann látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum,
 4. Sá tími sem líffæragjafi nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slyss.
 5. sá tími sem líffæragjafi fær tekjutengdar foreldragreiðslur eða hefði átt rétt á þeim hefði hann sótt um þær til Tryggingastofnunar.

Tilhögun greiðslna.

 • Greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna og er miðað við tekjuárið á undan því ári sem líffæragjöfin er framkvæmd. Á bæði við launþega og sjálfstætt starfandi.
 • Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald sem og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkra- eða slysadagpeningar, tekjutengdar foreldragreiðslur, greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns. Þegar um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkrasjóði stéttarfélags eða bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns er að ræða skal miða við þær viðmiðunartekjur sem þessir aðilar notuðu í sínum útreikningum.
 • Útreikningar á  greiðslum eru byggðar á upplýsingum sem Tryggingastofnun aflar um tekjur líffæragjafa úr skattframtölum, staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá skattyfirvalda.
 • Aldrei skal miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðallaunum.
 • Hámark og lágmark er á greiðslum.
 • Réttur til greiðslna er frá og með þeim degi er fullar launagreiðslur frá vinnuveitenda falla niður vegna líffæragjafarinnar.
 • Greitt er eftir á fyrir undanfarandi mánuð, eða hluta úr mánuði, fyrsta virka dag mánaðar.
 • Greitt er að lágmarki 4% í lífeyrissjóð og ríkissjóður greiðir 8% mótframlag.
 • Líffæragjafi getur óskað eftir að greiða í séreignarsjóð.
 • Líffæragjafi getur óskað eftir að greiða í stéttarfélag.

Greiðslur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

 • Ef líffæragjafi kemur til baka í lægra starfshlutfall en hann var í fyrir líffæragjöfina getur hann átt rétt á hlutfallslegum greiðslum. Sama á við ef líffæragjafi þarf að minnka starfshlutfall fyrir líffæragjöfina. Skilyrði er að lægra starfshlutfall megi rekja til líffæragjafarinnar. Vottorð læknis sem annast líffæragjöfina þarf að fylgja. 
 • Heimilt að lengja greiðslutímabilið sem þessu nemur.

Greiðslur frá vinnuveitanda eða öðrum aðilum til líffæragjafa fyrir sama tímabil, sem eru hærri en nemur mismun greiðslna og meðaltals heildarlauna á viðmiðunartímabili útreiknings skulu koma til frádráttar.

Heimilt er að taka tillit til kjarasamningsbundinna launahækkana, annarra kjarasamningsbundinna greiðslna og launabreytinga sem rekja má til breytinga á störfum líffæragjafa.

Með umsókn líffæragjafa á vinnumarkaði þarf að fylgja:

 • Vottorð sérfræðings sem annast líffæragjöfina þar sem fram kemur tímabil óvinnufærni.
 • Staðfesting vinnuveitanda á að störf hafi verið lögð niður
 • Staðfesting vinnuveitanda á að launagreiðslur hafi fallið niður
 • Staðfesting vinnuveitanda á starfstímabili og starfshlutfalli
 • Tekjuáætlun
Síða yfirfarin/breytt 29.12.2015Til baka

Almenn réttindi

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica