Greiðslur til lifandi líffæragjafa

Hægt að sækja um greiðslur úr bótaflokki hjá Tryggingastofnun sem er ætlað að tryggja lifandi líffæragjöfum tímabundna fjárhagsaðstoð á meðan þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Heimilt er að greiða í allt að þrjá mánuði

Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar  tóku gildi 1. janúar 2010 og koma greiðslur til framkvæmda 1. febrúar 2010 vegna janúar. Sótt er um á eyðublaði sem er hægt að nálgast hér

Þeir líffæragjafar sem sótt geta um greiðslur eru:

  1. Líffæragjafar á vinnumarkaði
  2. Líffæragjafar í námi

Greiðslur sem ekki fara saman með greiðslum vegna líffæragjafa:

  • Atvinnuleysisbætur fyrir sama tímabil
  • Greiðslur í fæðingarorlofi eða fæðingarstyrkur
  • Lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar
  • Foreldragreiðslur samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Síða yfirfarin/breytt 01.02.2016


Til baka

Almenn réttindi

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica