Endurgreiðsla vegna mikils kostnaðar

Ný reglugerð um endurgreiðslu vegna mikils kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfun tók gildi 1. október 2015.

Hverjir geta átt rétt á endurgreiðslu vegna mikils kostnaðar?

Þeir sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta. 

Endurgreiðslan miðast annars vegar við tekjur einstaklings og hins vegar við tekjur fjölskyldu og er framkvæmd fjórum sinnum á ári. 

Endurgreiðslan á við um alla sjúkratryggða einstaklinga og einskorðast ekki við örorku- og ellilífeyrisþega.

Hvernig er endurgreiðslan metin?

Við mat á endurgreiðslu eru lögð til grundvallar heildarútgjöld vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar, að teknu tilliti til viðmiðunartekna einstaklings eða fjölskyldu.

Einstaklingur eða fjölskylda greiðir  grunnkostnað sem miðast við  0,7% af tekjum en fær endurgreitt hlutfall af útgjöldum umfram grunnkostnaðinn. Endurgreiðsluhlutfallið lækkar með hækkandi tekjum. Þegar árstekjur einstaklings hafa náð kr. 4.000.000 eða kr. 6.400.000 hjá fjölskyldu er ekki lengur um endurgreiðslu að ræða. Fyrir hvert barn yngra en 18 ára dragast frá kr. 465.000 af árstekjum. Tekjur miðast við árstekjur árið áður en til kostnaðar er stofnað. Heimilt er að víkja frá þeirri reglu ef tekjur lækka verulega, s.s. vegna alvarlegra veikinda eða atvinnumissis.

Viðmiðunartekjur eru eftirfarandi:

 Viðmiðunartekjur  
einhleypings næsta  
almanaksár á undan
 Kostnaður  
3 mánuðir 
 Endurgreiðsla útgjalda 
umfram kostnað
 2.100.000 kr. og lægri  0,7% af tekjum       90%
 2.100.000-2.800.000 kr.  0,7% af tekjum  75%
 2.800.000-4.000.000 kr.  0,7% af tekjum  60%
 Viðmiðunartekjur  
fjölskyldu næsta  
almanaksár á undan
 Kostnaður  
3 mánuðir 
 Endurgreiðsla útgjalda  
umfram kostnað
3.150.000 kr. og lægri  0,7% af tekjum       90%
3.150.000-4.500.000 kr.  0,7% af tekjum  75%
4.500.000-6.400.000 kr.     .  0,7% af tekjum  60%

Hvernig fer endurgreiðsla fram?

Endurgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn:

  • 1. janúar - 31. mars
  • 1. apríl - 30. júní
  • 1. júlí - 30. september
  • 1. október - 31. desember

Hvernig sæki ég um endurgreiðslu?

Umsókn um endurgreiðslu skal skilað til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar um land allt.
Umsóknareyðublaðið er að finna á vefnum www.tr.is, það heitir „Endurgreiðslu kostnaðar vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar”.

Með umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda fyrir læknishjálp, lyf eða þjálfun. Kvittanir þurfa að bera með sér nafn útgefanda, tegund þjónustu, greiðsluhluta sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu viðkomandi. Varðandi staðfestingu lyfjakostnaðar þarf að láta fylgja með útskriftir úr apótekum, sem sýna lyfjakaup viðkomandi.

Hvenær er ekki endurgreitt?

Ekki endurgreiða þennan kostnað ef viðkomandi læknir eða meðferðaraðili hefur ekki samning við heilbrigðisráðherra. Ekki er endurgreitt vegna tannlæknaþjónustu eða fyrir flutning með sjúkrabíl.

Önnur atriði vegna lyfjakostnaðar

  • Kostnaður vegna lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í að greiða er ekki endurgreiddur nema vegna lyfja fyrir börn yngri en 18 ára. 
  • Endurgreiðsla vegna mikils lyfjakostnaðar fer eftir viðmiðunarverði, sem þýðir að ef dýrara lyf er valið greiðir sjúklingur sjálfur mismuninn og er hann ekki endurgreiddur.


Síða yfirfarin/breytt  03.07.2017

Til baka

Almenn réttindi

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica