Algengar spurningar

Tryggingastofnun berast á hverjum degi fyrirspurnir um almannatryggingar. Til að auka aðgengi viðskiptavina að upplýsingum um réttindi sín höfum við safnað saman nokkrum algengum fyrirspurnum. 

Spurt og svarað

Greiðslur eru tekjutengdar og því nauðsynlegt að skila inn tekjuáætlun.

Tekjuáætlun er skilað inn og breytt á mínum síðum.

Ef tekjur breytast er nauðsynlegt að breyta tekjuáætluninni til þess að greiðslur séu réttar. Þá eru greiðslur reiknaðar upp á nýtt. Eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt er hægt að fá bráðabirgðaútreikning.

Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir, eru tekjutengdar greiðslur endurreiknaðar. Þannig er tryggt að greiðslur séu réttar.

Tekjur maka hafa almennt ekki áhrif á lífeyri frá TR. Hér er þá átt við tekjur t.d. frá atvinnu eða lífeyrissjóði.

Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar með hjónum/sambúðarfólki og því hafa fjármagnstekjur maka áhrif á greiðslur frá TR. Heildar fjármagnstekjum er skipt til helminga á milli hjóna/sambúðarfólks.

Mögulegt er að sækja um greiðslur aftur í tímann um allt að tvö ár. Ef það er gert verður að hafa í huga hvaða áhrif flýting og frestun ellilífeyris hefur.

Það er hægt að sjá hvar málið er statt inni á Mínum síðum undir Staða umsókna. Þar er jafnframt hægt að sjá hvort öll gögn séu komin til TR.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis. Sjá nánar um flutning hér.

Endurreikningur á greiðslum fer fram einu sinni á ári þegar tekjur frá fyrra ári liggja fyrir í staðfestu skattframtali.

Í endurreikningi er gerður samanburður á síðustu tekjuáætlun sem greiðslur voru reiknaðar út frá og tekjum samkvæmt skattframtali.

Ef tekjur hafa verið vanáætlaðar í tekjuáætlun myndast krafa við endurreikning greiðslna og ef tekjur hafa verið ofáætlaðar í tekjuáætlun myndast inneign.

Endurreikningur tryggir að allir fái rétt greitt frá TR.

Endurhæfingaraðili veitir þátttakanda endurhæfingar stuðning og ráðgjöf varðandi markmið og áætlun endurhæfingar á endurhæfingartímabilinu og heldur utan um endurhæfingaráætlun.

Sá sem er í endurhæfingu skuldbindur sig til að taka þátt í endurhæfingunni frá upphafi til enda. Ef þátttakandi sinnir ekki endurhæfingarúrræðum samkvæmt endurhæfingaráætlun eða hættir í endurhæfingu skal endurhæfingaraðili tilkynna það til TR og er endurhæfingarlífeyrir þá stöðvaður.

Matsferli umsóknar um endurhæfingarlífeyri getur tekið allt að 6 vikum. Biðtími miðast við að öll gögn hafi borist til TR.

Endurhæfingarlífeyrir er almennt veittur að hámarki í 18 mánuði en að uppfylltum skilyrðum er hægt að framlengja um aðra 18 mánuði. Að jafnaði er ekki samþykkt lengra en til sex mánaða í senn. Skila þarf inn nýrri endurhæfingaráætlun ef óskað er eftir framlengingu greiðslna.

Í endurhæfingaráætlun þarf að koma fram upplýsingar um framvindu endurhæfingar á fyrra tímabili og hvort fyrri áætlun hafi staðist eins og lagt var upp með í upphafi. Ef endurhæfing hefur ekki gengið samkvæmt áætlun þurfa að koma fram nánari útskýringar á ástæðum þess og/eða hvort aðstæður umsækjanda hafi breyst.

TR getur þurft að óska eftir staðfestingu/yfirliti yfir mætingar í endurhæfingarúrræði frá þeim fagaðilum sem einstaklingur hefur verið í endurhæfingu hjá á fyrra endurhæfingartímabili.

Endurhæfingarlífeyrir er veittur að hámarki í 36 mánuði.

Þegar umsækjandi hefur lokið endurhæfingartímabili í 18 mánuði þarf að leggja fram umsókn, læknisvottorð og endurhæfingaráætlun og önnur gögn ef við á.

Nám eða vinna/vinnuprófun getur einungis verið hluti endurhæfingar. Áætlun þarf alltaf að taka mið af þeim heilsuvanda sem valdið hefur óvinnufærni. 

Ef innihaldi endurhæfingar í endurhæfingaráætlun er ábótavant getur umsókn verið synjað. Ástæður synjunar geta verið:

Starfsendurhæfing er ekki hafin.

Engin virk endurhæfing er í gangi.

Þegar ekki er verið að taka á heilsufarsvanda og endurhæfing felst einungis í námi eða vinnuprófun.

Ef áætlun telst ekki fullnægjandi og/eða áætlun um endurkomu á vinnumarkað er óskýr eða vantar.

Einungis er verið að afla gagna í formi sérhæfðs mats eða starfsgetumats.

Vinnslutími fyrstu umsóknar er venjulega 14 vikur. Endurmat til örorkulífeyris er yfirleitt sex vikur í vinnslu. Biðtími miðast við að öll gögn hafi borist til TR.

Ef veikindi eru enn til staðar þegar tímabil örorkumats rennur út er hægt að sækja um endurmat. Sækja þarf um með fyrirvara þar sem afgreiðslutími getur verið nokkrar vikur. Við endurmat þarf að skila inn:

Nýrri umsókn um örorkulífeyri

Læknisvottorði frá þeim lækni sem best þekkir til veikindanna

Staðfestingu frá lífeyrissjóði um að sótt hafi verið um greiðslur hjá þeim eða að réttur sé ekki til staðar

Ef önnur gögn reynast nauðsynleg til að hægt sé að meta réttindi mun umsækjandi fá bréf um það eftir að umsókn og læknisvottorð hafa borist TR.

Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á örorkulífeyri. Þar eru með taldar tekjur frá lífeyrissjóðum og vinnu, fjármagnstekjur o.s.frv. Tekjur frá séreignasjóðum og félagsleg aðstoð hafa ekki áhrif á greiðslur.

Mismunandi frítekjumark er á tekjum eftir því hvaðan þær koma:

Atvinnutekjur mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur.

Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri.

Fjármagnstekjur mega vera 98.640 kr. á ári.

Hægt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris og skoða þar áhrif tekna á tekjur. Einnig er hægt að skoða fjárhæðir nánar hér.

Leyfilegt er að vinna fyrir 1.315.000 kr. á ári án þess að það skerði örorkulífeyri. Best er að skoða reiknivélina til að fá hugmynd um greiðslur.

Ef örorkulífeyrisþegi er meðlagsskyldur með barni getur viðkomandi fengið barnalífeyri sem er þá notaður til þess að greiða meðlagið. Barnalífeyririnn fer þannig beint til Innheimtustofnunar sveitarfélaga en ekki til lífeyrisþegans.

Ekki þarf að sækja um ellilífeyri ef einstaklingur er með örorkulífeyri. 

Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris og eru þar með taldar tekjur frá lífeyrissjóðum og vinnu, fjármagnstekjur o.s.frv. Tekjur frá séreignasjóðum og félagsleg aðstoð hafa þó ekki áhrif.

Mismunandi frítekjumark er á tekjum eftir því hvaðan þær koma:

Atvinnutekjur mega vera 2.400.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur.

Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur, mega vera samanlagt 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif.

Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% á ellilífeyrinum en á heimilisuppbót er skerðingin 11,9%.

Mikilvægt er að lagfæra tekjuáætlunina ef tekjur breytast. Þetta er gert til þess að greiðslur frá TR séu sem réttastar.

Fyrsta árið sem byrjað er á ellilífeyri og tengdum greiðslum, hafa eingöngu þær tekjur sem aflað er eftir að greiðslur hefjast hjá TR áhrif. Tekjur sem aflað er fyrir tíma lífeyristöku hafa engin áhrif á réttindi.

Dæmi: Ef greiðslur hefjast 1. janúar hafa eingöngu tekjur sem aflað er eftir þann tíma áhrif. 

 

Hægt er að fresta töku ellilífeyris til allt að 72 ára aldurs. Við það hækkar ellilífeyrir og heimilisuppbót um 0,5% á mánuði eða að hámarki um 30%.

Þeir sem eru fæddir árið 1952 eða síðar geta frestað töku ellilífeyris til 80 ára aldurs gegn varanlegri hækkun. Hækkunin er þá reiknuð út frá tryggingafræðilegum grunni.

Þeir sem eru 65 ára geta sótt um ellilífeyri gegn varanlegri lækkun á greiðslum.

Skilyrði fyrir snemmtöku er að umsækjandi sæki einnig um hjá öllum lífeyrissjóðum sem hann á rétt hjá.

Ellilífeyrir og tengdar greiðslur lækka hlutfallslega til frambúðar, byggt á tryggingafræðilegum grunni, ef greiðslur hefjast fyrir 67 ára aldur.

Fyrstu 12 mánuðina lækka greiðslur um 6,6% (0,55*12)

Næstu 12 mánuði lækka greiðslur um 6,0% (0,5*12)

Umsækjandi sem flýtir töku um 24 mánuði er með 87,4% greiðslurétt. Sjá nánar um upphæðir hér

Ellilífeyrir er tekjutengdur, greiðslur falla niður ef samanlagðar heildartekjur fara yfir tekjumörk. Hægt er sjá útreikning í reiknivél og upphæðir undir Fjárhæðir.

Ef flutt er erlendis til landa utan EES.

Við andlát.

Þegar dvalið er á sjúkrahúsi 180 daga eða lengur á síðustu 12 mánuðum en þó þarf viðkomandi að hafa dvalið samfellt á sjúkrahúsi í 30 daga í lok tímabilsins.

Þegar viðkomandi fær vistunarmat og fer á dvalar- eða hjúkrunarheimili falla greiðslur niður 1. næsta mánaðar.

TR aðstoðar þá sem hafa starfað innan EES-landa að sækja um ellilífeyri frá viðkomandi landi. Umsókn um lífeyri frá öðru EES-landi er að finna á tr.is undir eyðublöð. TR áframsendir umsóknina til lífeyrissjóða á Íslandi þar sem möguleg réttindi eru. Athugið að lífeyrisaldur er mismunandi í hinum ýmsu löndum.

Ef TR hefur upplýsingar um hver er umboðsmaður dánarbús eru send bréf til hans t.d. varðandi niðurstöður endurreiknings tekjutengdra greiðslna. Ef ekki liggur fyrir hver hann er eru bréf send til elsta erfingja ef stofnunin hefur upplýsingar um hann.

Ef engar upplýsingar liggja fyrir eru bréf sendar á síðasta skráða heimilisfang hins látna.

Full réttindi miðast við samtals 40 ára búsetu á Íslandi á tímabilinu 16-67 ára. Þegar búsetutími á Íslandi er styttri reiknast réttindin hlutfallslega miðað við búsetu. Ef búsetutími hjóna er mislangur er heimilt að miða réttindi beggja við búsetutíma þess sem hefur haft lengri búsetu á Íslandi.

Dæmi: Einstaklingur bjó erlendis í 20 ár á aldrinum 16-67 ára. Tíminn frá 16-67 ára eru 51 ár. Hann hefur þá búið á Íslandi í 31 ár af 51 ári á tímabilinu. 31 ár deilt með 40 árum gera 77,5% búsetuhlutfall á Íslandi. Hann fær því 77,5% af fullum ellilífeyri.

TR aðstoðar þá sem hafa starfað innan EES-landa að sækja um ellilífeyri frá viðkomandi landi. Umsókn um lífeyri frá öðru EES-landi er að finna á tr.is undir eyðublöð.

Umsækjandi um lífeyri frá öðru EES-landi, norrænu landi eða Sviss, sem búsettur er hér á landi, þarf að snúa sér til Tryggingastofnunar sem annast móttöku umsókna og almenna milligöngu vegna lífeyrisumsókna erlendis.

Sótt er um á Mínum síðum Tryggingastofnunar.

Allar lífeyrisgreiðslur sem eru ákvarðaðar út frá fyrri launum eða vegna greiðslu iðgjalda eru skilgreindar sem lífeyrissjóðsgreiðslur. Þetta er sambærilegt við það sem gerist á Íslandi þar sem lífeyrissjóðir sjá um þennan hluta lífeyriskerfisins á meðan Tryggingastofnun greiðir eingöngu út þann lífeyrir er byggir á búsetu.

Á Norðurlöndum sjá sambærilegar stofnanir oft um að greiða bæði búsetutengdan lífeyri sem og lífeyri sem er byggður á fyrri tekjum á meðan Tryggingastofnun afgreiðir aðeins búsetutengdan lífeyri.

Þannig skiptast greiðslur frá Norðurlöndum í annars vegar garantipension og hinsvegar í inkomstpension eða tilläggpension. Garantipension er ákvarðaður út frá búsetu í viðkomandi landi á meðan Inkomstpension/tilläggpension  er ákvarðaður út frá launum eða greiðslu iðgjalda.

Að auki geta greiðslur einnig verið afleiðing af frjálsu viðbótarframlagi en úttekt á séreignasjóð hefur ekki áhrif á útreikning lífeyris.