Uppbót á lífeyri

Uppbótin er greidd vegna sérstakra útgjalda, til dæmis ef umsækjandi hefur mikinn lyfjakostnað, þarfnast umönnunar annars aðila, hefur kostnað af dvöl á sambýli eða vegna kaupa á heyrnartækjum.

Uppbætur eru  vegna:

  • Lyfja- og sjúkrakostnaðar
  • Umönnunar í heimahúsi 
  • Dvalar á sambýli 
  • Rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu 
  • Heyrnartækja
  • Húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta 

Uppbætur á lífeyri vegna lyfja- og sjúkrakostnaðar, umönnunar í heimahúsi, dvalar á sambýli, rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu, heyrnartækja og húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta hafa ekki áhrif til lækkunar  sérstakrar uppbótar til framfærslu frá og með 1. janúar 2011.

Sótt um uppbót á lífeyri

  • Rafræn umsókn á Mínum síðum. Innskráning með Íslykli eða rafrænu skilríki,
  • Skil á pappír. Fylla þarf út eyðublaðið „Umsókn um ellilífeyri og tengdar greiðslur", en á blaðinu kemur fram hvaða fylgigögnum þarf að skila með umsókn vegna uppbótarinnar.

Uppbót vegna kaupa/reksturs bifreiðar

Heimilt er að greiða lífeyrisþega uppbót vegna kaupa/reksturs bifreiðar, að uppfylltum nánari skilyrðum. Umsækjandi eða maki þarf að vera skráður eigandi bifreiðarinnar eða hafa bifreiðina á rekstrarleigu til langs tíma.

Skilyrði fyrir greiðslu uppbóta vegna kaupa á bifreið og/eða reksturs hennar er meðal annars að bifreið sé nauðsynleg bótaþega vegna hreyfihömlunar og að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar.

Síða yfirfarin/breytt 14.08.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica