Maka- og umönnunarbætur

Maka- og umönnunarbætur hverjir geta sótt um?

Ef maki eða aðili með sama lögheimili er að annast lífeyrisþega er hægt að sækja um maka-/umönnunarbætur. Ekki er hægt að greiða aðilum maka-/umönnunarbætur sem eru með lífeyrisgreiðslur frá TR.

Maka-/umönnunarbótum er ætlað að bæta tekjumissi vegna lækkaðs starfshlutfalls umönnunaraðila þegar lífeyrisþegi þarf umönnun við daglegt líf.

Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn um maka-/umönnunarbætur?

Sótt er um maka- og umönnunarbætur á Mínum síðum

  • Læknisvottorð sem tilgreinir umönnunarþörf lífeyrisþega við daglegt líf.
  • Staðfesting um lækkað starfshlutfall eða starfslok umönnunaraðila.
  • Launaseðla þrjá síðustu mánuði fyrir dagsetningu umsóknar.
  • Ef um lækkun á endurreiknuðu endurgjaldi er að ræða þarf staðfestingu frá RSK.
  • Staðfesting frá RSK um tekjuleysi ef það á við. Dagsetning þarf að vera sú sama og á umsókninni.
  • Staðfest skattframtal umsækjanda.

Hverjar eru viðmiðunartekjur fyrir maka-/umönnunarbætur?

Ef mánaðarlegar heildartekjur umsækjenda eru hærri en sú fjárhæð þegar réttindi hjá TR falla niður er ekki hægt að fá maka-/umönnunarbætur. Það sama á við ef peningalegar eignir eru hærri 4 milljónir. 

Ellilífeyrir - útreikningur lífeyris og tengdra bóta

Síða yfirfarin/breytt  06.01.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica