Heimilisuppbót

 

Hverjir eiga rétt á heimilisuppbót?

 •  Þeir sem eiga rétt á lífeyri.
 • Eru einhleypir og búa einir. Undantekningar:
  – Ef  einstaklingur á aldrinum 18-20 ára sem er í námi eða starfsþjálfun býr á heimilinu.
  – Ef einstaklingur á aldrinum 20-25 ára stundar nám fjarri skráðu lögheimili sínu og telst ekki hafa fjárhagslegt hagræði af sambýli eða samlögun við aðra á skráðu lögheimili sínu og  ef hann hefur sannarlega tímabundið aðsetur annars staðar.
 • Njóti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli við aðra um húsnæðisaðstöðu.

 • Einnig er heimilt að greiða heimilisuppbót til lífeyrisþega ef maki dvelur á stofnun fyrir aldraða. 

Hvernig er sótt um heimilisuppbót?

Sótt er um heimilisuppbót á Mínum síðum eða með því að skila inn umsóknareyðublaði í þjónustumiðstöð TR að Laugavegi 114, Reykjavík eða hjá umboðum utan Reykjavíkur. Fyllt er út í viðeigandi reiti á eyðublaði eftir því hvort viðkomandi er á örorku- eða ellilífeyri.

Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf hann að skila inn húsaleigusamningi. 

Ef einstaklingur á aldrinum 18-20 ára sem er í námi eða starfsþjálfun býr á heimilinu þarf að skila inn skólavottorði. 

Hve há er heimilisuppbót?

 • Heimilisuppbót fyrir ellilífeyrisþega er 52.316 kr. á mánuði. 
 • Heimilisuppbót fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er 39.851 kr. á mánuði. 

 Er heimilisuppbót tekjutengd?

Já, heimilisuppbót er tekjutengd. Það er mismunandi eftir lífeyri hvernig tekjur hafa áhrif.

Ellilífeyrisþegar: Greiðslur niður þegar heildartekjur fara yfir kr. 464.597 kr. á mánuði árið 2017. 

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar: Greiðslur falla niður þegar heildartekjur fara yfir kr. 464.597 kr. á mánuði árið 2017.

Hvernig eru áhrif tekna hjá ellilífeyrisþegum sem eru með heimilisuppbót?

Eftir 25 þús. kr. frítekjumark lækkar ellilífeyrir um 45% og heimilisuppbótin um 11,9% eða samtals 56,9% 

Dæmi:  Heildartekjur eru 125.000 kr. á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri og heimilisuppbót 25.000 kr. dragast frá -  eftir standa 100.000 kr. sem lækka um 56,9% eða 56.900 kr.

  Heimilisuppbót fellur niður:

 • Þegar viðkomandi býr ekki lengur einn.
 • Þegar tekjutrygging lífeyrisþega fellur niður.
 • Þegar viðkomandi flytur úr landi.
 • Þegar viðkomandi skiptir um húsnæði.

 

Síða yfirfarin/breytt  02.08.2017

 

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica