Uppbætur á lífeyri aldraðra

Auk ellilífeyris og tekjutryggingar geta ellilífeyrisþegar átt rétt á uppbótum á ellilífeyri svo sem heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir og uppbót vegna reksturs bifreiðar ef um líkamlega hreyfihömlun er að ræða svo dæmi séu tekin.

Einnig eru greiddar uppbætur vegna sérstakra útgjalda: 

  • Lyfja- og sjúkrakostnaðar
  • Umönnunar í heimahúsi 
  • Dvalar á sambýli 
  • Rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu 
  • Heyrnartækja
  • Húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta 

Þessar greiðslur eru þó allflestar háðar ákveðnum skilyrðum, til dæmis varðandi tekjur lífeyrisþega, búsetu á Íslandi, heimilisaðstæður og fleira.

Sótt er um uppbætur á lífeyri á Mínum síðum. 

Síða yfirfarin/breytt 08.08.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica