Reglur tryggingaráðs nr. 174/2000

Reglur tryggingaráðs nr. 174/2000 um greiðslu vasapeninga utan stofnunar samkvæmt 5. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

   

1. gr.

Dveljist lífeyrisþegi sem vistaður er á stofnun utan stofnunar nokkra daga í senn án þess að útskrifast er heimilt að greiða honum vasapeninga fyrir þá daga sem hann er utan stofn-unar.

2. gr.

Fjárhæð vasapeninga utan stofnunar skal vera jöfn tvöföldum sjúkradagpeningum eins og þeir eru á hverjum tíma.

3. gr.

Þeir sem ekki eiga rétt til vasapeninga innan stofnunar eiga ekki rétt til vasapeninga þegar þeir dveljast utan stofnunar.

4. gr.

Þeir sem fá skerta vasapeninga innan stofnunar sæta sömu skerðingu á vasapeningum utan stofnunar.

5. gr.

Hámarksfjöldi daga sem greitt er fyrir eru átta dagar í mánuði og er miðað við heila sólarhringa.

6. gr.

Reglur þessar eru settar af tryggingaráði samkvæmt 5. mgr. 43. gr. laga um almanna-tryggingar nr. 117/1993, sbr. 16. gr. laga nr. 60/1999, og taka gildi 1. mars 2000.

Tryggingastofnun ríkisins,
25. febrúar 2000.

 

Bolli Héðinsson.

Karl Steinar Guðnason.

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica