Eyðublöð

Ellilífeyrir

Tekjuáætlanir

 • Tekjuáætlun fyrir árið 2018, ný umsókn

  Fylgiskjal með umsókn um lífeyrisgreiðslur. Þær upplýsingar sem fram koma á tekjuáætluninni verða notaðar til útreiknings tekjutengdra bóta árið 2018. Endanlegur bótaréttur ársins verður síðan reiknaður þegar skattframtal fyrir sama ár liggur fyrir. Hægt er að gera nýja eða breyta fyrirliggjandi tekjuáætlun á Mínum síðum.

 • Tekjuáætlun fyrir árið 2018, breytingar

  Þær upplýsingar sem fram koma á tekjuáætluninni verða notaðar til útreiknings tekjutengdra bóta árið 2018. Endanlegur bótaréttur ársins verður síðan reiknaður þegar skattframtal fyrir sama ár liggur fyrir. Hægt er að gera nýja eða breyta fyrirliggjandi tekjuáætlun á Mínum síðum.

 • Income estimate for the year 2018

  An income estimate is a prerequisite for payments from Tryggingastofnun. In order to ensure that pensioners receive the payments to which they are entitled, adequate information on their income must be made available. Pensioners or their guardians/agents have the best overview of their annual income. As a result, it is vital that they review their income estimates themselves and correct them if necessary.

 • Tekjuáætlun: Foreldragreiðslur

  Fylgiskjal með umsókn um foreldragreiðslur

Endurreikningur og innheimta

Lífeyristryggingar

 • Umsókn um makabætur og umönnunarbætur

  Umsókn er á Mínum síðum. Við sérstakar aðstæður er heimilt að greiða maka elli- eða örorkulífeyrisþega makabætur. Einnig geta aðrir sem halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega átt rétt á umönnunarbótum sem nemur sömu upphæð og makabætur.

 • Umsókn um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri

  Hægt er að sækja um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri af Mínum síðum. Mæðra-/feðralaun er heimilt að greiða einstæðum foreldrum sem eru búsett á Íslandi og hafa á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.

 • Umsókn um framlengingu bóta þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða

 • Dagpeningar_og_stadfesting_januar-2015

  Heimilt er að greiða dagpeninga utan stofnunar fyrir hvern sólarhring sem dvalið er utan stofnunar án þess að útskrifast. Til að eiga rétt á dagpeningum utan stofnunar þarf umsækjandi að fá greidda vasapeninga frá Tryggingastofnun.

Bílamál

 • Umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda

  Bifreiðar sem eru undanþegnar bifreiðagjaldi verða m.a. að vera í eigu þeirra sem fá umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá TR. Sama rétt eiga foreldrar langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis ef réttur til umönnunargreiðslna héldist óskertur væri barnið heima.

 • Umsókn um 50-60% styrk vegna kaupa á bifreið og/eða uppbót vegna reksturs bifreiðar

  Hreyfihömlunarmat er forsenda réttinda. Með umsókn skal fylgja læknisvottorð sem staðfestir hreyfihömlun. Heimilt er að veita uppbót/styrk á fimm ára fresti v/sama einstaklings. Umsækjandi eða annar heimilismaður verður að hafa ökuréttindi. Bifreið skal vera til almennra nota

 • Umsókn um uppbót/styrk til bifreiðakaupa og/eða uppbót vegna reksturs bifreiðar.

  Hreyfihömlunarmat er forsenda réttinda. Með umsókn skal fylgja læknisvottorð sem staðfestir hreyfihömlun. Heimilt er að veita uppbót/styrk á fimm ára fresti v/sama einstaklings. Umsækjandi eða annar heimilismaður verður að hafa ökuréttindi. Bifreið skal vera til almennra nota.

 • Umsókn um lán til bifreiðakaupa

  TR veitir hreyfihömluðum ellilífeyris-, örorkulífeyris- og örorkustyrksþega lán til kaupa á bifreið, sem nauðsynleg er vegna hreyfihömlunar umsækjanda. Einnig er hægt að veita lán til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem nýtur umönnunargreiðslna. Sömu skilyrði eru fyrir lánveitingu og vegna kaupa á bifreið.


Ellilífeyrir