Útreikningur ellilífeyris

 

Hvernig get ég fundið út réttindi mín?

Á reiknivél lífeyris þar er hægt að slá inn mismunandi forsendur og sjá niðurstöðu.  Einnig er hægt að fá bráðabirgðaútreikning á Mínum síðum þegar tekjuáætlun hefur verið breytt. 

 

Má ég vinna um leið og ég fæ ellilífeyri?

Hægt er að vinna fyrir ákveðna fjárhæð (sjá frítekjumörk) á mánuði án þess að það hafi lækkandi áhrif á réttindi frá TR.

Athugið að allar tekjur hafa áhrif á útreikning lífeyris.

 

Hafa tekjur áhrif á greiðslur?

Það er hægt að vinna samhliða því að fá greiðslur frá TR. En samanlagðar tekjur  hvort sem eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur hafa áhrif á réttindi umfram kr. 25 þús. á mánuði (frítekjumark).

Tekjur umfram 25 þús. kr. á mánuði lækka greiðslur um 45%.

Dæmi:  Heildartekjur eru 125.000 kr. á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri 25.000 kr. dragast frá -  eftir standa 100.000 kr. sem lækka um 45% eða 45.000 kr.

Þægilegt er að nota reiknivél lífeyris á tr.is til þess að átta sig á réttindum.

 

Hvernig eru áhrif tekna hjá þeim sem eru með heimilisuppbót?

Ellilífeyrir lækkar um 45% og heimilisuppbótin um 11,9% eða samtals 56,9% eftir 25 þús. kr. frítekjumark.

Dæmi:  Heildartekjur eru 125.000 kr. á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri og heimilisuppbót 25.000 kr. dragast frá -  eftir standa 100.000 kr. sem lækka um 56,9% eða 56.900 kr.

Hvaða tekjur get ég haft árið sem ég byrja á ellilífeyri?

Fyrsta árið sem byrjað er á ellilífeyri og tengdum greiðslum, hafa eingöngu áhrif þær tekjur sem aflað er eftir að greiðslur hefjast hjá TR. Tekjur sem aflað er fyrir tíma lífeyristöku hafa engin áhrif á réttindi. 
Dæmi: Ef greiðslur hefjast 1.september 2016 hafa eingöngu áhrif tekjur sem aflað er eftir þann tíma.  

Hvar fæ ég upplýsingar um fjárhæðir greiðslna og reglur? 

Nýting persónuafsláttar og skattþrep

Greiðslur frá Tryggingastofnun eru skattskyldar. Upplýsa þarf TR um hvaða hlutfall af persónuafslætti á að nota við útreikning réttinda. Miðað er við fyrsta skattþrep nema annað sé tekið fram.

Hægt er að skrá persónuafsláttinn og nýtingu hans á Mínum síðum .

 

Síða yfirfarin/breytt 14.05.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica