Lífeyrisréttindi erlendis frá

 

Hvað ef ég er með réttindi erlendis og bý á Íslandi?

TR aðstoðar þá sem hafa búið innan EES landa að sækja réttindi sín. Umsóknareyðublað er á tr.is og gildir umsóknin fyrir greiðslur almannatrygginga í viðkomandi landi. Umsóknarferli getur tekið allt að sex mánuðum. 

Mismunandi reglur gilda milli landa um hvenær er hægt að byrja að taka ellilífeyri. Greiðslur frá erlendum lífeyrissjóðum hafa sömu áhrif á réttindi eins og greiðslur frá íslenskum lífeyrissjóðum.  Umsókn um lífeyri frá öðru EES-ríki  

Hvað ef ég bý erlendis og er að hefja töku ellilífeyris?  

Þeir sem búa erlendis geta sent fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti á netfangið eb@tr.is eða í gegnum Mínar síður. TR áframsendir umsókn til lífeyrissjóða á Íslandi þar sem möguleg réttindi eru. Athugið að lífeyrisaldur er mismunandi í hinum ýmsu löndum. 

Réttindi mín á Íslandi og erlendis

Full réttindi miðast við samtals 40 ára búsetu á Íslandi á tímabilinu 16 - 67 ára. Þegar búsetutími á Íslandi er styttri reiknast réttindin hlutfallslega miðað við búsetu. Ef búsetutími hjóna er mislangur er heimilt að miða réttindi beggja við búsetutíma þess sem hefur haft lengri búsetu á Íslandi.

Dæmi: Einstaklingur bjó erlendis í 20 ár á aldrinum 16-67 ára. Tíminn frá 16-67 ára eru 51 ár. Hann hefur þá búið á Íslandi í 31 ár af 51 ári á tímabilinu. 31 ár deilt með 40 árum gera 77,5% búsetuhlutfall á Íslandi. Hann fær því 77,5% af fullum ellilífeyri. 

TR aðstoðar þá sem hafa starfað innan EES-landa að sækja um ellilífeyri frá viðkomandi landi. Umsókn um lífeyri frá öðru EES-landi er að finna á tr.is undir eyðublöð. 

 

Síða yfirfarin/breytt 21.12.2016

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica