Breytingar á lífeyrisgreiðslum

Fjárhæðir lífeyrisgreiðslna og breytingar 1. janúar 2019

Fjárhæðir hækka um 3,6% frá 1. janúar 2019.

Ellilífeyrir:

 • Ellilífeyrir er að hámarki 248.105 kr. á mánuði.
 • Heimilisuppbót er að hámarki 62.695 kr. á mánuði.
 • Ellilífeyrir og tengdar greiðslur eru að hámarki 310.800 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir (með heimilisuppbót).
 • Almennt frítekjumark skattskyldra tekna er 25.000 kr. á mánuði.
 • Sérstakt frítekjumark atvinnutekna er 100.000 kr. á mánuði.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

 • Örorkulífeyrir er að hámarki 46.481 kr. á mánuði.
 • Tekjutrygging er að hámarki 148.848 kr. á mánuði.
 • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 46.481 kr. á mánuði (100%).
 • Heimilisuppbót er að hámarki 50.312 kr. á mánuði.
 • Lágmarksframfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:
  • 310.800 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
  • 247.183 kr. á mánuði hjá öðrum.

Frítekjumark gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót er:

 •  Atvinnutekjur - 109.600 kr. á mánuði.
 • Lífeyrissjóðstekjur - 27.400 kr. á mánuði.
 • Fjármagnstekjur - 98.640 kr. á ári.

Almennt:

 • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
 • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á mínum síðum á tr.is.
 • Endurreikningur vegna greiðslna ársins 2019 fer fram árið 2020 þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um fjárhæðir er að finna hér.

Nýjar og breyttar reglugerðir sem taka gildi 1. janúar 2019:

1198/2018 – Ráðstöfunarfé 2019

1199/2018 – Eingreiðslur 2019

1200/2018 – Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri (stofnreglugerðin endurútgefin)

1201/2018 – Lifandi líffæragjafar 2019

1202/2018 – Fjárhæðir 2019

1203/2018 – Foreldragreiðslur 2019

1205/2018 – Frítekjumörk 2019

1206/2018 – Bifreiðamál 2019

Helstu breytingar sem tóku gildi í byrjun árs 2018


Fjárhæðir hækka almennt um 4,7%.

Ellilífeyrir

 • Frítekjumark skattskyldra tekna verður eins og áður 25.000 kr. á mánuði. Við bætist sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem verður 100.000 kr. á mánuði. Það kemur til framkvæmda 1. febrúar 2018.
 • Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði.
 • Ellilífeyrir þeirra sem búa ekki einir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði.
 • Ellilífeyrir þeirra sem búa einir og fá heimilisuppbót er 300.000 kr.
 • Hægt verður að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

  Nánari upplýsingar um töku hálfs ellilífeyris

 Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

 • Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir.
 • Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir.
 • Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði.

Upplýsingablöð:

Reiknivél lífeyris

Reglugerðir:

Breyting er gerð á eldri reglugerðum eða nýjar reglugerðir eru settar í stað þeirra eldri og varðar í flestum tilvikum hækkun fjárhæða um 4,7% svo og orðalagsbreytingar í samræmi við breytingar á almannatryggingalögum og lögum um félagslega aðstoð.

Nýjar og breyttar reglugerðir sem taka gildi 1. janúar 2018:

1201/2017 - Fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018

1200/2017 - Desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

1196/2017 - Eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2018

1195/2017 - Sveigjanleg taka ellilífeyris og heimilisuppbótar

1194/2017 - Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2018 um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

1193/2017 - Ráðstöfunarfé og dagpeningar samkvæmt lögum um almannatryggingar

1192/2017 - Styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða

1191/2017 - Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri

1190/2017 - Fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018

1189/2017 - Fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2018 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

1176/2017 - Breyting á reglugerð nr. 1112/2006, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, kostnaðarþátttaka

1172/2017 - Fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2018.


Helstu breytingar á ellilífeyri sem taka gildi í janúar 2017

Ellilífeyrir:

1.       Atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur munu hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris.

2.       25 þús.kr. frítekjumark á mánuði á heildartekjur.

3.       Núgildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging eru sameinuð í einn flokk, ellilífeyri.

 •          Ellilífeyrir getur að hámarki verið 227.883 kr./mán.
 •          45% tekjutenging eftir frítekjumark.
 •          Ellilífeyrir fellur niður við heildartekjur 531.406 kr./mán.

4.       Heimilisuppbót þeirra sem búa einir verður að hámarki 52.117 kr.

 •          11.9% tekjutenging eftir frítekjumark.

Eftir gildistöku laganna verður lífeyrir þeirra sem búa einir því að hámarki 280 þús.kr./mán.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

Engar kerfisbreytingar en upphæðir bóta hækka á eftirfarandi hátt:

1.       Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar hækkar í 280 þús.kr./mán. hjá þeim sem búa einir.

2.       Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 227.883 kr./mán. hjá lífeyrisþegum í sambúð.

Breytingar sem urðu í janúar 2016:

 • Bætur hækkuðu um 9,7%. 

Breytingar sem urðu í janúar 2015:

 • Bætur hækkuðu um 3%.
 • Frítekjumark lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega hækkar í 27.400

Breytingarnar gilda frá 1. janúar 2014 og eru sem hér segir:

Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,6 %.

Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar (s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót). Einnig hækka greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækka úr 15.800 kr. í 21.600 kr. á mánuði . Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru óbreytt.

Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Áhrif tekna á tekjutryggingu elli- og örorkulífeyrisþega verður 38,35% í stað 45%. Jafnframt dregur úr áhrifum tekna á heimilisuppbót.

Efri tekjumörk fyrir sérstaka uppbót til framfærslu, svo kölluð lágmarksframfærslutrygging, hækkar úr 210.922 kr. og verður 218.515 kr., fyrir einstakling sem býr einn og fær heimilisuppbót, en úr 181.769 kr. í 188.313 kr. fyrir þá sem ekki fá greidda heimilisuppbót.

Orlofsuppbót verður 20% og desemberuppbót 30% af tekjutryggingu og heimilisuppbót. Hvorutveggja er óbreytt frá því sem áður var.

Bráðabirgðaákvæði um samanburðarútreikning á vistunarframlagi heimilismanna á stofnun fyrir aldraða er framlengt.

Frítekjumörk vegna kostnaðarþátttöku heimilismanna á stofnun fyrir aldraða í dvalarkostnaði hækka úr 70.000 kr. í 72.520 kr. á mánuði.

Vasapeningar vegna dvalar á sjúkrastofnun verða 51.800 kr. á mánuði.

Breytingar sem urðu 1. júlí 2013:

Breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 samþykktar á Alþingi  4. júlí 2013.
Breytingarnar gilda frá 1. júlí 2013.
Leiðrétting vegna júlímánaðar verður greidd út 1. ágúst.

 • Ellilífeyrisþegar:
  Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar úr 480.000 kr. í 1.315.200 kr. á ársgrundvelli, eða í sem svarar 109.600 kr. á mánuði frá 1. júlí 2013.
 •   Elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar:
  Lífeyrissjóðstekjur munu ekki lengur hafa áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga.

Breytingar sem urðu 1. janúar 2013:

 • Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9 %.
 • Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega hækka úr 10.000 kr. í 15.800 kr. á mánuði. Önnur frítekjumörk ellilífeyrisþega, það er vegna atvinnutekna og fjármagnstekna, haldast óbreytt.
 • Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.
 • Lágmarksframfærslutrygging hækkar úr 203.005 kr. og verður 210.922 kr. fyrir einstakling sem býr einn en úr 174.946 kr. í. 181.769 kr. fyrir þá sem eru í sambúð.
 • Frítekjumörk vegna kostnaðarþátttöku heimilismanna á stofnun fyrir aldraða í dvalarkostnaði hækka úr 65.005 kr. í 70.000 kr.
 • Vasapeningar vegna dvalar á sjúkrastofnun hækka í 50.000 kr. á mánuði.

Breytingar sem urðu í janúar 2012:

Bætur hækkuðu um 3,5 %

Breytingar sem urðu í júní 2011:

Eftirtaldir bótaflokkar hækka um 8,1%:

 • Elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrir.
 • Tekjutrygging.
 • Heimilisuppbót.
 • Aldurstengd örorkuuppbót.
 • Barnalífeyrir.
 • Meðlag.
 • Mæðra- og feðralaun.
 • Uppbót vegna reksturs bifreiðar.

Enn fremur er viðmiðið á útreikningum framfærsluuppbótar hækkað um 12.000 kr. þannig að lágmarkstrygging fyrir þá sem búa einir verður 196.140 kr. og 169.030 kr. fyrir þá sem eru í sambúð.

Jafnframt er gerð sú breyting frá og með 1. júní síðastliðnum verður ekki tekið tillit til uppbótar vegna reksturs bifreiðar (bensínstyrkur) við útreikning framfærsluuppbótar.

Orlofsuppbót verður 28,3% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 20%.

Desemberuppbót verður 42% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 30%.

Breyting sem varð í janúar  2011:

Viðmiðunarfjárhæðir sérstakrar uppbótar vegna framfærslu hækka annars vegar úr 180.000 kr. í 184.140 kr. fyrir þá sem búa einir og 153.500 kr. í 157.030 kr. fyrir þá sem eru í sambúð.

Breytingar sem tóku gildi 1. júlí 2009:

Varðar ellilífeyrisþega:

 • Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikninga tekjutryggingar lækkar og verður 480.000 kr. á ári.
 • Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar verður 10.000 kr. á mánuði.

Varðar örorkulífeyrisþega:

 • Aldurstengd örorkuuppbót skerðist vegna tekna.

Varðar alla lífeyrisþega:

 • Afnám heimildar til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
 • Lífeyrissjóðstekjur hafa áhrif á útreikning grunnlífeyris.
 • Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Breytingin er tímabundin og gildir til 31. desember 2013.

Breytingar sem tóku gildi 1. janúar 2009:

 • Lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækka um 9,6%.
 • Úttekt á séreignarsparnaði hefur ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur.
 • Fjármagnstekjur allt að 98.640 kr. ári hafa ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur, fjármagnstekjur umfram það vega nú 100% við útreikning greiðslna.
 • Frítekjumark atvinnutekna lífeyrisþega verður nú 109.600 kr. á mánuði.
 • Samanburður við eldri reglur fellur niður nema hjá þeim sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
 • Lágmarksfjárhæð til framfærslu verður 180.000 kr.á mánuði fyrir þá sem búa einir og 153.500 kr. fyrir aðra.

Breytingar sem tóku gildi 1. júlí 2008 voru:

 • Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkaði í 100.000 kr. á mánuði. (1.200.000 kr. á ári)
 • Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkaði einnig í 100.000 kr. á mánuði tímabundið til áramóta 2008/2009.
 • Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega varð 25.000 kr. á mánuði. (300.000 kr. á ári)
 • Aldurstengd örorkuuppbót hækkaði hjá þeim sem ekki nutu fullrar uppbótar.

Fyrsti áfangi breytinganna kom til framkvæmda 1. apríl sl. og fólu í sér að:

 • Skerðing bóta vegna tekna maka var afnumin.
 • 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur gilti frá 1. janúar 2007.
 • Skerðingarhlutfall vegna tekjutenginga ellilífeyris lækkaði úr 30% í 25% og frítekjumark ellilífeyris hækkaði.
 • Vasapeningar hækkuðu í 38.225 kr. á mánuði.
Síða yfirfarin/breytt 21.12.2016Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica