Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2017

 

Við útreikning á þátttöku í dvalarkostnaði eru bornar saman útreikningsreglur eins og þær giltu árið 2006, í mars 2008 og eins og þær eru á þessu ári. Sú leið er valin sem sýnir lægstu kostnaðarþátttöku. Slíkur samanburður fer fram til ársloka 2017.

Almennt

Eftirfarandi á við um útreikning á dvalarkostnaði óháð því hvaða útreikningsregla er notuð: 

 • Tekjur á núgildandi tekjuáætlun eru notaðar við útreikning á dvalarkostnaði.
 • Eftirfarandi skattþrep gilda fyrir árið 2017 (miðað við hámarksútsvar) 

    1. skattþrep; tekjur allt að 834.707 kr. á mán.(37,02%)
    2. skattþrep; tekjur frá 834.708 kr. á mán. (46,32%).

 • Persónuafsláttur 2017  er 52.907  kr.
 • Fjármagnstekjuskattur er 20%.
 • 20/37 hluta af vannýttum persónuafslætti má ráðstafa upp í fjármagnstekjuskatt.
 • Hámarks þátttaka í dvalarkostnaði 395.305 kr.

 Eftirfarandi greiðslur teljast EKKI til tekna við útreikning á kostnaðarþátttöku: 

 • Bætur frá lífeyristryggingum almannatrygginga.
 • Séreignarlífeyrissparnaður.
 • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
 • Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð.
 • Bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við (64. gr. laga nr. 117/1993).

 Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2017

 Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 88.088  kr. eftir skatt áður en til þátttöku í dvalarkostnaði kemur.

 • Tekjur maka hafa engin áhrif fyrir utan að fjármagnstekjur teljast til sameiginlegra tekna.
 • Frítekjumark fjármagnstekna er 98.640 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 98.640 kr. taldar til tekna).
 • Fjármagnstekjur skiptast jafnt á milli hjóna og svo er 98.640 kr. frítekjumark dregið frá.
 • Þegar um hjón er að ræða skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda fjármagnstekjur eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
 • Frítekjumark vegna atvinnutekna er 1.315.200 kr. á ársgrundvelli eða sem svarar 109.600 kr. á mánuði.
 • Ekkert frítekjumark er vegna lífeyrissjóðstekna.

 Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði m.v. reglur í mars 2008

 Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 59.311 kr. eftir skatt áður en til greiðslu dvalarkostnaðar kemur.

 • Atvinnutekjur 70 ára og eldri teljast ekki til tekna.

 Hjón 

 • Vægi eigin lífeyrissjóðstekna er 100%, lífeyrissjóðstekjur maka hafa ekki áhrif.
 • Vægi eigin atvinnutekna er 75% og vægi atvinnutekna maka 25%.
 • Frítekjumark atvinnutekna er 327.000 kr. á ári EÐA 60% af þeim taldar til tekna.
 • Frítekjumark fjármagnstekna er 90.000 kr. á ári fyrir hvort um sig (fjármagnstekjur umfram 90.000 kr. taldar til tekna).
 • Fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna, 90.000 kr. frítekjumark dregið svo frá, og er svo miðað við helminginn af þeirri fjárhæð fyrir hvort um sig (25% vægi).
 • Þegar um hjón er að ræða skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda fjármagnstekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða. 

Einstaklingur 

 • Vægi lífeyrissjóðstekna er 100%.
 • Vægi atvinnutekna er 100%.
 • Frítekjumark atvinnutekna er 327.000 kr. á ári EÐA 60% af þeim taldar til tekna.
 • Vægi fjármagnstekna er 50%.
 • Frítekjumark fjármagnstekna er 90.000 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 90.000 kr. taldar til tekna). Frítekjumark er dregið af fjármagnstekjum áður en þeim er skipt til helminga. 

Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2006

 • Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 50.112 kr. eftir skatt áður en til greiðslu dvalarkostnaðar kemur.
 • Engin frítekjumörk á tekjum.
 • Þegar um hjón er að ræða skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda fjármagnstekjur eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.

Hjón – bæði á öldrunarstofnun/sjúkrastofnun (báðir aðilar hafa misst lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun vegna dvalar á öldrunar- eða sjúkrastofnun)

 • Miðað er við helming af samanlögðum tekjum (á ekki við fjármagnstekjur).
 • Vægi fjármagnstekna er ¼ fyrir hvort um sig.

Hjón – annað á öldrunarstofnun (maki hefur ekki misst greiðslur frá Tryggingastofnun vegna dvalar á öldrunar- eða sjúkrastofnun)

 • Ef maki er ekki á öldrunarstofnun/sjúkrastofnun þá er stuðst við helming af tekjum vistmanns (á ekki við fjármagnstekjur).
 • Vægi fjármagnstekna er 1/8.

Þátttaka í dvalarkostnaði reiknast skv. lögum um málefni aldraðra og reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.

 Síða yfirfarin/breytt 14.08.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica