Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2019

Við útreikning á þátttöku í dvalarkostnaði eru bornar saman útreikningsreglur eins og þær giltu árið 2006, í mars 2008 og eins og þær eru á þessu ári. Sú leið er valin sem sýnir lægstu kostnaðarþátttöku. Slíkur samanburður fer fram til ársloka 2019.

Almennt

Eftirfarandi á við um útreikning á dvalarkostnaði óháð því hvaða útreikningsregla er notuð: 

 • Tekjur á núgildandi tekjuáætlun eru notaðar við útreikning á dvalarkostnaði.
 • Eftirfarandi skattþrep gilda fyrir árið 2019 (miðað við hámarksútsvar)

1. skattþrep; tekjur allt að 927.087 kr. á mán.(37,02%)

2. skattþrep; tekjur frá 927.088 kr. á mán. (46,32%).

 • Persónuafsláttur 2019 er 56.447  kr.
 • Fjármagnstekjuskattur er 22%.
 • 22/37 hluta af vannýttum persónuafslætti má ráðstafa upp í fjármagnstekjuskatt.
 • Hámarks þátttaka í dvalarkostnaði 423.910 kr.
 • Erlendar lífeyrisgreiðslur reiknast eins og íslenskar lífeyrisgreiðslur.

 Eftirfarandi greiðslur teljast EKKI til tekna við útreikning á kostnaðarþátttöku: 

 • Bætur frá lífeyristryggingum almannatrygginga.
 • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
 • Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð.
 • Bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við (64. gr. laga nr. 117/1993).

 Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2019

 Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 95.548 kr. eftir skatt áður en til þátttöku í dvalarkostnaði kemur.

 • Vægi lífeyrissjóðstekna er 100%, lífeyristekjur maka hafa engin áhrif. Ekkert frítekjumark er vegna lífeyrissjóðsgreiðslna.
 • Vægi fjármagnstekna er 100%. Ef um hjón er að ræða er vægið 50% óháð því hvort hjónanna er eigandi fjármagnsteknanna. Frítekjumark fjármagnstekna er 98.640 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 98.640 kr. taldar til tekna).Fjármagnstekjurnar skiptast jafnt á milli hjóna og síðan er frítekjumarkið dregið frá hvoru hjóna fyrir sig.
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 0%
 • Vægi atvinnutekna er 100% en frítekjumark vegna atvinnutekna er 1.315.200 kr. á ársgrundvelli eða sem svarar 109.600 kr. á mánuði.

 Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði m.v. reglur í mars 2008

 Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 59.311 kr. eftir skatt áður en til greiðslu dvalarkostnaðar kemur.

 • Atvinnutekjur 70 ára og eldri teljast ekki til tekna.

Einstaklingur 

 • Vægi lífeyrissjóðstekna er 100%.
 • Vægi atvinnutekna er 100%. Frítekjumark atvinnutekna er 327.000 kr. á ári EÐA 60% af þeim taldar til tekna.
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 100%
 • Vægi fjármagnstekna er 50%. Frítekjumark fjármagnstekna er 90.000 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 90.000 kr. taldar til tekna). Frítekjumark er dregið af fjármagnstekjum áður en þeim er skipt til helminga. 

Hjón, óháð því hvort annað eða bæði eru á öldrunarstofnun/sjúkrastofnun

 • Vægi eigin lífeyrissjóðstekna er 100%, lífeyrissjóðstekjur maka hafa ekki áhrif. Ekkert frítekjumark er vegna lífeyrissjóðstekna.
 • Vægi eigin atvinnutekna er 75% og vægi atvinnutekna maka 25%. Frítekjumark atvinnutekna er 327.000 kr. á ári EÐA 60% af þeim taldar til tekna.
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 100%
 • Vægi fjármagnstekna er 25% óháð því hvort hjónanna er eigandi teknanna. Frítekjumark fjármagnstekna er 90.000 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 90.000 kr. taldar til tekna).Þær skiptast til helminga milli hjóna, 90.000 kr. frítekjumark dregið svo frá, og er svo miðað við helminginn af þeirri fjárhæð fyrir hvort um sig

Útreikningur á þátttöku í dvalarkostnaði miðað við reglur 2006

 Af mánaðarlegum tekjum má halda eftir 50.112  kr. eftir skatt áður en til þátttöku í dvalarkostnaði kemur.

Einstaklingur

 • Vægi lífeyrissjóðstekna og atvinnutekna er 100%
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 0%
 • Vægi fjármagnstekna er 50%,

Hjón – bæði á öldrunarstofnun/sjúkrastofnun (báðir aðilar hafa misst lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun vegna dvalar á öldrunar- eða sjúkrastofnun)

 • Vægi tekna (annarra en fjármagnstekna) er 50% af heildarinnkomu. Miðað er við helming af samanlögðum tekjum.
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 0%
 • Vægi fjármagnstekna er 25% fyrir hvort um sig, óháð því hvort hjónanna er eigandi fjármagnsteknanna.

Hjón – annað á öldrunarstofnun (maki hefur ekki misst greiðslur frá Tryggingastofnun vegna dvalar á öldrunar- eða sjúkrastofnun)

 • Vægi tekna vistmannsins (annara en fjármagnstekna) er 50%.
 • Vægi greiðslna úr séreignasjóði er 0%
 • Vægi fjármagnstekna er 12,5%, óháð því hvort hjónanna er eigandi fjármagnsteknanna.

Þátttaka í dvalarkostnaði reiknast skv. lögum um málefni aldraðra og reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica