Þátttaka í dvalarkostnaði

Íbúar geta þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum vegna varanlegrar búsetu á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar.

Á árinu 2018 gildir: 

  • Ef mánaðartekjur íbúa eru yfir 92.228 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. 
  • Greiðsluþátttaka verður þó aldrei hærri en 409.180 kr. á mánuði. 
  • Íbúi sem greiðir hámarks þátttökugjald er með tekjur að fjárhæð 501.408 kr. eftir skatt á mánuði. 

Ef íbúi tekur þátt í dvalarkostnaði byrjar hann að greiða frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að búseta hefst. Heimilið sér um að innheimta hlut íbúa í dvalargjaldi.

Uppgjör á þátttöku í dvalarkostnaði

Að lokinni álagningu skattyfirvalda ár hvert er þátttakan gerð upp hjá íbúum í dvalarrýmum. Eru þá bornar saman tekjur á tekjuáætlun sem þátttakan var reiknuð út frá og endanlegar tekjuupplýsingar í skattframtali. 

Komi í ljós að þátttakan var of lág innheimtir heimilið það sem vantar upp á. Komi hins vegar í  ljós að þátttakan var of há endurgreiðir heimilið inneignina. Síða yfirfarin/breytt 11.01.2018
Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica