Dvalar- og hjúkrunarheimili

Sjúkratryggingar Íslands greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum daggjöld þegar færni- og heilsumat liggur fyrir og íbúi er fluttur á viðkomandi heimili.

Daggjöldin eru ákveðin af velferðarráðuneyti hverju sinni og eru þau mishá eftir heimilum.

Færni- og heilsumat

Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörf einstaklings fyrir varanlegri búsetu á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Sótt er um færni- og heilsumat á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á vef landlæknisembættisins http://landlaeknir.is/. Umsókn er send til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi  sem viðkomandi á lögheimili.

Einnig þarf að sækja um færni- og heilsumat ef einstaklingur óskar eftir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Sótt er um á vef landlæknis og umsókn send til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili.

 

Síða yfirfarin/breytt 12.01.2017

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica