Nánar um útfyllingu tekjuáætlunar

Nokkur mikilvæg atriði

Hægt er að gera nýja tekjuáætlun, breyta gildandi áætlun og skila af Mínum síðum.  

Ný tekjutegund

Athugið sérstaklega hvort einhverja tekjuliði vanti í áætlunina. Mun taka lífeyris úr lífeyrissjóði hefjast á árinu? Stendur til að selja eignir sem mynda fjármagnstekjur? Slíkar breytingar skapa tekjur sem geta skipt máli við útreikning greiðslna almannatrygginga. Best er að áætla þær tekjur sem af þessu kunna að skapast og skila nýrri tekjuáætlun þegar endanlegar tölur liggja fyrir.

Heildartekjur

Áætlunin gerir ráð fyrir heildartekjum ársins fyrir staðgreiðslu skatta. Ekki skal skrá mánaðartekjur. Ef vænta má að tekna verði aflað hluta úr ári er áætluð heildarfjárhæð þeirra skráð. Fjármagnstekjur eru sameiginlegar tekjur hjóna og á að skrá heildarupphæð þeirra.

Sameiginleg tekjuáætlun

Hjón og sambúðarfólk sem bæði eru greiðsluþegar þurfa aðeins að skila inn einni tekjuáætlun.

Tekjur maka

Tekjur maka hafa ekki áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar tekjur.

Erlendar tekjur

Ef um erlendar tekjur er að ræða er gerð grein fyrir þeim á eyðublaðinu „Tekjuáætlun - erlendar tekjur“. Hafi eyðublaðið ekki fylgt með er það hér á vefnum, hjá umboðum um allt land og í þjónustumiðstöð.

Gagnaöflun

Ef ástæða þykir áskilur Tryggingastofnun sér rétt til að kalla eftir gögnum til stuðnings nýjum/breyttum tekjuupplýsingum og eftir atvikum fresta nýjum útreikningi greiðslna þar til gögnin berast. Þetta er gert í samræmi við 52. grein laga um almannatryggingar nr. 100/2007.

Síða yfirfarin/breytt  18.02.2016

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica